Allsherjarþingið: Gunnar Bragi talar í dag

0
452

GBS-undirritun-Ukraina2

30.september 2013. Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra ávarpar Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna fyrir Íslands hönd um klukkan hálf þrjú í dag.

Fylgjast má með ávarpi hans í beinni útsendingu hér en taka verður fram að mælendaskrá getur breyst með litlum fyrirvara en samkvæmt drögum er Ísland á dagskrá á eftir Óman en á undan Belize.
Utanríkisráðherra hefur tekið þátt í fjölda ráðstefna og funda, m.a. um þróunarsamvinnu og öryggismál, fyrstu viku allsherjarþingsins, samkvæmt tilkynningu Utanríkisráðuneytisins. Þá hefur ráðherrann átt fundi með fjölmörgum erlendum ráðamönnum, m.a. utanríkisráðherrum Norðurlandanna auk tvíhliða funda um viðskipti, jarðvarma og samstarf á alþjóðavettvangi. Þá undirritaði hann samkomulag um afnám vegabréfsáritana við Úkraínu. 

 Mynd: Utanríkisráðherrar Úkraínu og Íslands undirrita samning um afnám vegabréfaáritana. (Utanríkisráðuneytið).