Almennt um mannréttindi

0
930

Á þessum síðum eru m.a. að finna svör við spurningunni hvað eru mannréttindi og hvers vegna þau eru svo mikilvæg fyrir íbúa jarðar, hvernig yfirlýsingin um mannréttindi varð til og hvað SÞ gera til að verja mannréttindi.

{mospagebreak title=Hvað er átt við með mannréttindum?}

Hvað er átt við með mannréttindum?

Mannréttindi eru grundvallarréttindi fyrir okkur sem mannlegar lifandi verur. Án mannréttinda, gætum við ekki þroskast til fulls og notað mannlega hæfileika okkar, gáfnafar, hæfni og andlega eiginleika.

Sameinuðu þjóðirnar ákváðu almennan stuðul fyrir mannréttindi fyrir allar þjóðir árið 1948, þegar mannréttindayfirlýsingin var staðfest. Með yfirlýsingu þessari samþykktu ríkisstjórnirnar skyldur sínar til að sjá til þess að allar mannverur, ríkar sem fátækar, sterkar sem veikar, karlmenn og konur af öllum kynþáttum, skuli meðhöndla á sama hátt. Yfirlýsingin er ekki bindandi að lögum aðildarríkjanna, en vegna útbreiðslu hennar um heim allan, skuldbinda ríkin sig siðferðislega, til að framfylgja henni.

udhr.jpg
Fyrrum forsetafrú Bandaríkjanna, Eleanor Roosevelt, stendur hér með Mannréttindayfirlýsinguna í höndunum. Hún var ein af þeim sem átti þátt í að skrifa hana.

SÞ hafa staðfest marga aðra alþjóðlega samninga um mannréttindi, sem binda þjóðir lagalega til að tryggja borgurunum félagsleg, efnahagsleg og stjórnmálaleg réttindi. Mikilvægustu samningar af þessu tagi eru tveir alþjóðlegir samningar – annar um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi og hinn um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi. Þessir samningar ásamt tveimur valfrjálsum skjölum, eru þekktir undir nafninu Alþjóðlegt skjal um mannréttindi. SÞ hafa gert fjölda samninga um viðurkenningu á réttindum kvenna, barna, sjúkra, minnihlutahópa, upprunalegra þjóðflokka (frumbyggja) og annarra varnarlausra hópa. Samningurinn um réttindi barna sem er einn þessara samninga, hefur verið staðfestur af rúmlega 185 löndum.

{mospagebreak title=Njóta börn einnig mannréttinda?}

Njóta börn einnig mannréttinda?

Í meginatriðum hafa börn sömu réttindi og fullorðnir, en smábörn þurfa sérstaka vernd. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins (sjá Barnasáttmálann í Lagasafni Alþingis) var staðfestur árið 1989 og getur til um þau réttindi, sem hver einstaklingur undir 18 ára aldri hefur til að þróa möguleika sína og að lifa án þjáninga, fátæktar, vanrækslu og misnotkunar. Enn sem komið er hafa öll aðildarríki SÞ staðfest samningin nema Sómalía og Bandaríkin.

Rétturinn til þess að lifa er grundvöllur allra réttinda. Öll börn hafa rétt til að lifa og þroskast í heilbrigðu og frjálsu umhverfi.

Öll börn hafa rétt á:

  • nafni og þjóðerni
  • verndun gegn hverskyns ofbeldi, þ.m.t. kynferðislegri misnotkun
  • menntun
  • frjálsri hugsun
amazongirl.jpg
SÞ vinna jafnframt að útrýmingu hverskyns barnavinnu.

Stúlkur í skóla

Um heim allan eru stúlkur beittar misrétti. Oft fá þær minna að borða en drengir og í mörgum löndum vinna þær langa vinnudaga frá því þær eru einungis 5-6 ára gamlar.

Átján milljónir stúlkna á aldrinum 6 til 11 ára ganga ekki í skóla. SÞ hafa staðfest Samning um réttindi barnsins (1989) getur til um að yfirvöld verji meiri pening til að mennta stúlkur. Fyrir tilstuðlan SÞ ganga nú 77% af öllum börnum í heiminum í skóla, -sem er mikilvæg framför frá árinu 1960 er talan var 55%, þrátt fyrir það er enn mikil vinna fyrir höndum.

Á næsta áratugi þarf bara 7 milljarða Bandaríkjadali á ári í viðbót, svo koma megi á alheimslæsi. Evrópubúar verja árlega 11 milljörðum Bandaríkjadala í ís.
Heimild: UNICEF

girls_pakistan.jpg

Stúlkur í skóla fyrir afganska flóttamenn í Pakistan. Matvælastofnun SÞ gefur þeim fjölskyldum sem senda dætur sínar í skóla minnst 20 daga í mánuði, 4 lítra af matarolíu. Það sama fá kennarar sem vinna í heilan mánuð.

{mospagebreak title=Eiga SÞ aðild að öðrum mannréttindum?}

Eiga SÞ aðild að öðrum mannréttindum, lögum og reglum?

SÞ hafa stuðlað að yfir 70 milliríkjasamningum og yfirlýsingum sem fjalla um mannréttindi kvenna, barna, minnihlutahópa, frumbyggja, fatlaðra og annarra hópa sem minna mega sín. Því má segja að skapast hafi upp frá því nokkurskonar "mannréttindamenning" um allan heim sem hefur sannarlega reynst vel við að stemma stigu við hverskyns misrétti sem í heiminum þrífst.

Aðstoð til fórnalamba pyndinga

Lögreglan kom um miðja nótt. Hún notaði tárags, sparkaði upp dyrnar og hóf að misþyrma þeim sem í húsinu bjuggu. Nokkrir höfðu safnast saman og syrgðu 15 ára dreng sem dó í þessari innrás lögreglunnar. Allir í húsinu, þ.á.m. þrír drengir á aldrinum 11 til 15 ára, voru þvingaðir inn í lögreglubílinn.

Meðferðinni sem hér er lýst er dæmi um hvernig pyndingar ríkisvaldsins geta átt sér stað. Þessari aðferð er enn beitt í mörgum löndum. Það vilja SÞ stöðva.

Árið 1984 samþykktu SÞ samning gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu. 10 manna nefnd gegn pyndingum yfirfer reglulega skýrslur frá löndum sem hafa staðfest þennan samning. SÞ hafa jafnframt stofnað sjóð fyrir fórnarlömb pyndinga. Sjóðurinn veitir manneskjulegan-, lagalegan- og fjárhagslegan stuðning til fórnarlambanna og barna þeirra.

Hér eru nokkur dæmi:

  • Sáttmáli SÞ um ráðstafanir gegn og refsingar fyrir hópmorðum frá 1948 skilgreinir hópmorð sem alvarlegustu glæpi með þann einan tilgang að útrýma, alveg eða að hluta til þjóð, þjóðerni, kynstofni eða trúarflokki.
  • Samningur gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu frá 1984 gerir ríkin ábyrg því að hindra pyndingar og að gera slíkar gjörðir refsiverðar.
  • Alþjóðasamningur SÞ um afnám alls kynþáttamisréttis frá árinu 1966.
  • Samningur SÞ um afnám allrar mismununar gagnvart konum frá 1979 kveður á um að ríkin taki nauðsynlega ráðstafanir til að stöðva mismunun.

Sagan um Rekha Dubey

womanandchild.JPG.jpgRekha Dubey býr í Uttar Paradesh á Indlandi. Hún giftist 14 ára gömul, 21 árs var hún yfirgefin af manni sínum. Þar sem hún var eina dóttir foreldra sinna, var tekin af henni erfðarétturinn er faðir hennar lést. Frændi hennar tók við húsinu, lóð og versluninni. Tengdaforeldrar hennar ráku hana úr húsi sínu og tóku elsta son hennar. Í gegnum verkefni sem fjármagnað var af SÞ lærði Rekha allt um réttindi sín. Ekki eingöngu fékk hún aftur það sem hún hafði misst, heldur bætti hún stöðu sína og fékk líka nokkuð sem hún hafði aldrei átt áður. Eignirnar og soninn fékk hún aftur og einnig hefur hún verið í framboði í bænum sem hún býr í. Rekha þekkir nú réttindi sín. Hún er sjálfsörugg og lætur ekki lengur mismuna sér.

SÞ hafa aðstoðað margar konur eins og Rekha með því að upplýsa þær um réttindi sín og möguleika.

Nánari upplýsingar á ensku: www.un.org/womenwatch

{mospagebreak title=Hvernig standa SÞ vörð um mannréttindi?}

Hvernig standa SÞ vörð um mannréttindi, -að samþykktum alþjóðalaga undanskildum?

SÞ standa vörð um lögin á margvíslegan hátt:

  • SÞ standa vörð um mannréttindamál aðildarríkjanna. SÞ hafa sett á legg sex nefndir sem geta óskað svara frá ríkjum ef upp koma ásakanir um mannréttindabrot. Nefndirnar geta einnig tekið ákvarðanir og gefið leiðsögn varðandi gagnrýni eða með ráðleggingar.
  • SÞ velja sérfræðinga, sérstaka skýrslufulltrúa eða málsvara sem safna upplýsingum, heimsækja fangelsi, taka viðtöl við fórnalömb, og ráðleggja viðeigandi aðferðir til að efla virðingu fyrir mannréttindunum.
  • Allir menn hafa rétt til:

    • lífs, frelsis og mannhelgi
    • tjáningarfrelsis
    • lífs án þrælahalds
    • að vera viðurkenndir aðilar að lögum
    • að vera jafnir fyrir lögum
    • að vera frjálsir ferða sinna
    • eigin ríkisfangs
    • að stofna til hjúskapar og fjölskyldu
    • atvinnu
    • sömu greiðslu fyrir sama verk
  • SÞ koma vinnuhópum á legg sem rannsaka mál um s.s. ólöglega frelsissviptingu. Skýrslur þeirra vekja athygli á mannréttindabrotum, sem svo vekja heimsathygli.
  • SÞ sjá fyrir tæknilegri aðstoð til styrktar stofnanna bæði á landsvísu og heimsvísu, s.s. dómstóla og skóla.
  • SÞ halda alþjóðlegar ráðstefnur til að ræða mannréttindamál og fá ríkisstjórnir til að ábyrgjast þau málefni opinberlega.

{mospagebreak title=Mannréttindastofnunar SÞ}

Mannréttindastofnunar SÞ

Navanethem Pillay er fulltrú Mannréttindastofnunar SÞ. Skrifstofan hefur umsjón með verkefnum er varða mannréttindi og efla virðingu fyrir mannréttindum um allan heim.

Mannréttindarstofnun SÞ hefur opnað mannréttinda-línu, sem er opin allan sólahringinn, þar sem fórnarlömb mannréttindabrota geta snúið sér til og tilkynnt brotið. Faxnúmerið í Genf í Sviss er (+41) 22 917 0092.

{mospagebreak title=SÞ Alþjóðasakamáladómstól}

SÞ Alþjóðasakamáladómstól

Alþjóðasakamáladómstóllinn (International Criminal Court – ICC) er fyrsti varanlegi alþjóðadómstóllinn sem dæmir í málum einstaklinga sem grunaðir eru um alvarlega glæpi gegn mannkyninu s.s. hópmorð, glæpi gegn mannúð, stríðsglæpi og glæpi gegn friði.

Á undanförnum 20 árum hefur hið mikla hatur og grimmd í heiminum sýnt fram á þörf á varanlegum dómstól þar sem hægt er að ákæra einstaklinga sem hafa gert sig seka um glæpi sem hópmorð og þjóðernishreinsun, og þar með taka fyrir það að sakborningar komist upp með slíka glæpi án refsingar eins og oft hefur tíðkast.

Á alþjóðaráðstefnu SÞ sem haldin var í Róm árið 1998, samþykktu 120 ríki að koma á legg varanlegum alþjóðasakalamáladómstól. Þar skulu einstaklingar sem framið hafa alvarlega glæpi s.s. manndráp, stríðsglæpi og brot á mannréttindum svara til saka. Samþykktin (Rómarsamþykktin) öðlast gildi tveimur mánum um eftir að 60 ríki hafa fullgilt hana. Síðustu 11 staðfestingarnar, sem nauðsynlegar voru svo að dómstóllinn gæti tekið til starfa voru fullgildar þann 11. apríl 2002. Ísland varð tíund aðildarríkið til að fullgida samþykktina þann 25. maí 2000.

Já, það er þörf á slíkum dómstóli. Alþjóðasakamáladómstóllinn getur einungis gripið inn í ef dómstólar aðildarríkjanna geta ekki, eða vilja ekki afgreiða málið sjálfir. Alþjóðasakamáladómstóllinn kemur ekki í staðinn fyrir ákvörðunarrétt dómstóla aðildarríkjanna. En það getur komið upp sú staða að réttarkerfin virka sem skildi ekki eða bregðast. Í sumum tilfellum loka ríkisstjórnir augunum fyrir þessum málefnum eða jafnvel taka sjálfar þátt í grimmdinni. Einnig getur komið upp sú staða að opinberir starfsmenn séu óviljugir til að ákæra valdamiklar persónur. Í svona tilfellum er Alþjóðasakamáladómstóllinn nauðsynlegur. Skilyrði er að þegnríki sakbornings eða ríkið þar sem hið meinta brot var framið, sé aðili að Rómarsamþykktinni. (Sjá Lög um framkævæmd Rómarsamþykktar um Alþjóðlega sakamáladómstólinn í Lagasafni Alþingis).

Alþjóðasakamáladómstóllinn hefur aðsetur í Haag og tók til starfa þann 1. júlí 2002. Eingöngu afbrot sem framin hafa verið eftir 1. júlí 2002 falla undir lögsögu dómstólsins.

Nánari upplýsingar á ensku: www.unhchr.org og www.un.org/icc