Alþjóða bólusetningarvikan: Ástarbréf frá UNICEF

0
744
Ný-bólusett börn.
Mynd: Ný-bólusett börn. UNICEF/Fahdl

Bólulefni hafa bjargað fleiri mannslífum en nokkur önnur uppfinning í sögu mannsins.  Síðasta vika aprílmánaðar er Alþjóða bólusetningarvikan.

Árangurinn sem náðst hefur er magnaður og hann hefur náðst þökk sé býsna mörgum. Allt það fólk á þakklæti okkar skilið.

Undanfarin 75 ár hefur Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, verið í framlínunni og útvegað meira bóluefni en nokkur annar aðili. UNICEF hefur átt þátt í að bólusetja 45% barna í heiminum.

Í tilefni af Alþjóða bólusetningarvikunni hefur UNICEF birt ástarbréf til þeirra sem við stöndum í þakkarskuld við fyrir bólusetningar. Frá okkur öllum hjá UNCIF, fyrir hönd allra þeirra barna sem eru á lífi í dag, þökk sé bólusetningum.”

Ástarbréf UNICEF

Árið 1796 þegar James Phipps var bara 8 ára gamall, bólusetti Edward Jenner hann fyrstan allra barna með nútíma bóluefni. Þessi bólusetning varð hann fyrir bólusótt. Uppfinning bóluefnis sótti innblástur til liðinna alda og starfs lækna í Norður-Afríku og í Kína á tímum Ming-keisaraættarinnar og gamalla kvenna í Konstantínópel. Í aldanna rás hefur fólk leitað leiða til að bjarga næstu kynslóð frá veikindum og dauða.

Við viljum þakka ykkur fyrir

Við þökkum veirufræðingnum Jonas Salk fyrir bóluefni gegn lömunarveiki og Kati Karikó fyrir ævilangar rannsóknir á mRNA sem hafa orðið að liði í baráttunni gegn COVID-19. Og við þökkum Nóbelsverðlaunahafanum Max Theiler fyrir uppfinningu bóluefnis gegn gulusótt.

Við þökkum starfsfólkinu sem fyllir á lyfjaglös í verksmiðjum. Við þökkum hönnuðum sem fundu upp sólarorkuknúna kæla til að halda bóluefninu köldu. Við þökkum áhöfnum skipa, flugliðum  og ökumönnum og öllum þeim sem koma bóluefninu til skila. Sumir hafa þurft að glíma við ár í leysingum á regntíma, eða snæviþaktar heiðar til að koma bóluefni til barna, svo þau fái sína fyrstu bólusetningu.

Við þökkum kameldýrunum í Pakistan sem báru bólusefnið á bakinu til að gera mögulega herferð til að bólusetja 90 milljón börn fyrir mislingum og rauðum hundum.

Þökk sé læknum og Elvis

Við þökkum læknum og hjúkrunarfræðingum sem hafa hjalað við börnin svo að bólusetning sé þeim ekki of erfið. Og við þökkum Elvis Presly sem talaði máli bólusetninga fyrir lömunarveiki 1956 – því þannig gera sannir kóngar!

Læknar og hjúkrunarfólk leika lykil hlutverk
Læknar og hjúkrunarfólk leika lykil hlutverk. Mynd: UNICEF Dejongh

Þetta er ástarbréf til ykkar allra því ástar var og er þörf. Til dæmis þegar UNICEF fékk stríðandi fylkingar til að slíðra sverð til að bólusetningar gætu farið fram á átakasvæðum. Sama gilti um starf Jims Grant forstjóra UNICEF á níunda áratugnum þegar hlutfall bólusettra barna hækkaði úr 20 í 80%. Þá lyfti Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) grettistaki þegar bólusótt var útrýmt í heiminum á aðeins 11 árum þökk sé bólusetningaráætlun sem hófst 1966.

3 miljónum mannslífa bjargað árlega

Á hverju ári bjarga bólusetningar lífi þriggja milljóna barna. Enn verða börn þó útundan. Við höfum tækifæri sem sjaldan gefst, til þess að byggja upp heilsugæslu sem nær til hvers einasta barns, nú þegar fjárfest er í kjölfar heimsfaraldursins. Þetta er því ástarbréf til leiðtoga ríkisstjórna, allra þeirra sem taka heilbrigðismál alvarlega. Við höfum einungis náð árangri hingað til og munum ekki ná árangri í framtíðinni, ef ekki er fjárfest í heilsugæslu í allra þágu.

 Þakka YKKUR

Lífum þriggja milljóna barna bjargað árlega
Lífum þriggja milljóna barna bjargað árlega. Mynd: UNICEF

Og þá er bara eftir að þakka einni manneskju: þér. Þetta er ástarbréf til ykkar allra, því ef þú hefur verið bólusett(ur), eða látið bólusetja börnin ykkar, þá ertu hluti af öflugri keðju sem tryggir öryggi okkar allra. Þú ert lifandi sönnun þess hvað mannkynið getur gert þegar allir leggjast á eitt með einbeitni, samvinnu og ást að leiðarljósi. Þess vegna þökkum við hjá UNICEF, og öll börn sem eru á lífi í krafti bólusetninga, ykkur fyrir.

Takk. Takk. Takk.

Leggjumst á eitt og tryggjum öllum langlífi  #LongLifeForAll.”

Alþjóða bólusetningarvikan

Bólusetningarvikan er haldin árlega síðustu vikuna í apríl. Hún miðar að því að tryggja að öllum jarðarbúum bjóðist bólusetning, á hvaða aldri sem þeir eru, til að koma í veg fyrir útbreiðslu sjúkdóma.

Þema vikunnar í ár er “Vernduð saman: bólusetningar virka!”.