Alþjóðleg samstaða nauðsynleg til að verjast svínaflensu

0
398

 Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að rík nauðsyn sé á alþjóðlegri samstöðu ef svínaflensan verður að heimsfaraldri. 
“Svínaflensan er enn eitt dæmið um að í okkar heimi þar sem allt tengist innbyrðis, getur engin ein þjóð glímt við svo stóran vanda upp á eigin spýtur,” sagði Ban og lagði áherslu á að nú reyndi á undirbúning samfélags þjóðanna undanfarin þrjú ár til að bregðast við alþjóðlegum faröldrum.”

Ban sagði að Sameinuðu þjóða kerfið hefði brugðist hratt og vel við undir forystu Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). Ban sagðist vera í stöðugu sambandi við forstjóra WHO og aðra háttsetta embættismenn SÞ. 

WHO hefur sett á stofn neyðarráð til að kljást við svínaflensuna nýju A (H1N1) sem hefur orðið vart í Mexíkó, Bandaríkjunum, Spáni, Nýja Sjálandi og Kanada. 
WHO álítur að þótt veikinnar hafi orðið vart í nokkrum löndum, hafi hún aðeins smitast á milli manna í einhverjum mæli í Mexíkó og því sé teljist hættustigið vera 4 af sex mögulegum.

Keji Fukuda, aðstoðarforstjóri WHO segir að hættustig 4 þýði að viðurkennt sé að aukin hætta sé á heimsfaraldri en það sé þó ekki óumflýjanlegt að veikin breiðist til margra landa og stórir hópar fólks smitist. 
 “Það er of snemmt að segja að heimsfaraldur sé óumflýjanlegur en það er möguleiki á að það gerist,” segir Fukuda og bætir við að enn sé of snemmt að fullyrða nákvæmlega hver sé orsök þessarar nýju gerðar inflúensuveirunnar.