Alþjóðlegi móðurmálsdagurinn: Grænlenskan í brennidepli

0
731

Staða grænlenskunnar hefur verið mjög í deiglunni undanfarið á Grænlandi. 21.febrúar er Alþjóðlegi móðurmálsdagurinn.

Þótt grænlenska sé opinbert mál Grænlands ríkir enn spenna á milli grænlenska móðurmálsins og dönsku. Langstærstur hluti stjórnmála- og embættismanna nota dönsku þótt 70% Grænlending hafi aðeins grænlensku  að móðurmáli. Þetta vekur vitaskuld þá spurning hvort það sé lýðræðislegt að landi sé stjórnað á tungumáli sem talað er af minnihluta þegnanna.

Grænlenska Katti Frederiksen og Carl Christian Olsen hafa gert úttekt á stöðu grænlenskunnar  . Þar er bent á að sá forgangur sem danska hefur í í stjórnmálum og stjórnsýslu hafi í för með sér að sumar raddir heyrist betur en aðrar. Með öðrum orðum að þeir sem mæli á grænlensku séu oft og tíðum sniðgengnir eða ekki hlustað á þá.

Tungumál hverfur á 2 vikna fresti

Höfundarnir benda á að árekstrar og mismunun í menntun, á vinnustöðum og í stjórnmálum og stjórnsýslu megi rekja til spennu á milli hinna ólíku tungumála.

21.febrúar á Alþjóða móðurmálsdeginum er vakin athygli á því hve mörg tungumál eigi undir högg að sækja í heiminum. Talið er að tungumál hverfi á tveggja vikna frelsi.

Tungumál tengjast á margslunginn hátt sjálfsmynd, samsemd, samskiptum, félagslegri samþættingu, menntun og þróun. Af þeim sökum hafa þau mikla pólitíska þýðingu.

Þegar tungumálanotkun eru settar skorður eða tungumál eru illa þýtt á ráðandi tungumál og orðræðu, tapast mikilvæg heimssýn og innlegg í umræðu. Á Grænlandi hefur tungumálið verið í brennidepli í baráttunni fyrir pólitískum áhrifum eyjarskeggja, sjálfstæði og andspyrnu gegn nýlendustefnu.

Grænlenska og yfirráð Dana

 Grænlenska  (Kalaallisut) er hluti af tungumálum Inúíta sem eru töluð í Alaska, Kandaga og Krænllandi. Hún skiptist í þrjá hluta: vestur-grænlensku (Kalaallisut), sem er mest töluð, austur-grænlnesku (Tunumiit oraasiat) og Thule grænlensku (Inuktun).

Þegar danskir og norskir trúboðar komu til Grænlands á 18.öld notuðu þeir grænlensku við að boða kristni á meðal íbúanna. Þeir fengu til liðs við sig innlenda þýðendur sem höfðu vitaskuld mikil áhrif á hvernig kristinni menningu var komið á framfæri við Grænlendinga. Tvær konur, Arnarsaq og Maalia léku þar stórt hlutverk. Þær tóku þátt í að taka saman fyrstu grænlensk-dönsku orðabókina.

Kaflaskipti 1953

Grænlensa Grænlenskan þróaðist frá upphafi tuttugustu aldar. Hún blómstraði í bókmenntum, kveðskap og menntakerfinu. Árið 1953 var bundinn endi á nýlenduveldið og Grænland innlimað í Danmörku. Þar með voru Grænlendingar í sívaxandi mæli neyddir til að fórna móðurmáli sínu og nota dönsku.

Danska varð miðlæg í grunnskólum og á skömmum tíma náði hún yfirráðum í umönnun barna, á sjúkrahúsum, í stjórnsýslu og iðnaði. Afleiðingin var sú að börn sem ólust upp á sjötta og sjöunda ártug síðustu aldar lærðu mörg hver ekki grænlensku. Á 8.áratugnum hófust mótmæli stúdenta sem óttuðust að grænlenskan væri að hverfa. Þegar Grænland fékk sjálfstjórn árið 1979 varð grænlenskan á ný fyrsta tungumálið í menntakerfinu.

Tungumál: menning og stjórmál

„Tungumál er miklu meira en samskiptatæki. Það er kjarninn í hlutskipti okkar sem mannkyns,“ segir Audrey Azoulay forstjóri UNESCO  „Rætur gilda okkar, kennisetninga og einkenna eiga sér rætur í því. Með tungumálinu tjáum við reynslu okkar, hefðir og þekkingu. Fjölbreytt tungumál endurspegla auðlegð ímyndunarafls okkar og lífshátta.“

Saga og tungumálapólitík Grænlands sýnir ljóslega að tungumál er líka uppspretta valds. Og jafnframt að mikilvæg heimssýn og reynsla tapast ef tungumálaleg fjölbreytni er bæld niður.

Kim Kielsen forsætisráðherra Grænlands hefur lagt til að grænlenskukunnátta sé skilyrði til að starfa á vegum hins opinbera. Þetta er gert í nafni ferilsins frá nýlendu til sjálfstæðis. En einnig vegna þeirrar tungumálagjár sem er á milli pólitískrar -og stjórnsýslu-elítu annars vegar og þorra íbúanna hins vegar.

Tillaga forsætisráðherrans er umdeild en nýtur líka stuðnings. Gagnrýnendur óttast að hún sé of þjóðernisleg og myndi fæla frá jafnt erlenda sérfræðinga sem þörf er á og Grænlendinga sem lært hafa erlendis.