Alþjóðlegir fólksflutningar eru ekki ógnun heldur tækifæri, segir framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna

0
527

10. júlí  2007 –  Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hvatti fulltrúa meir en hundrað ríkja til að “takast á við eina stærstu áskorun okkar aldar” í setningarræðu sinni á fyrsta fundi Hnattræns vettvangs um alþjóðlega fólksflutninga og þróun í Brussel í dag. 

“Við sem erum hér verðum að nýta tækifærið eins vel og kostur er til að glíma við eina stærstu áskorun á heimsvísu á okkar öld. Við verðum að grípa gæsina meðan hún gefst og reyna að breyta því sem margir telja vera ógnun, í tækifæri,” sagði framkvæmdastjórinn í setningarræðu sinni. Á meðal viðstaddra voru José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Filippus krónprins Belgíu og Guy Verhofstadt, forsætisráðherra Belgíu. Ban sagði að það væri skylda þessa vettvangs að brjóta til mergjar hvaða afleiðingar fylgja straumi fólks heimsálfa á milli, að læra hvert af öðru og greiða fyrir því að fólksflutningarnir stuðli að þróun
         Ban Ki-moon átti einnig fundi með Javier Solana, utanríkismálafulltrúa Evrópusambandsins og Fatmir Sejdiu, forseta Kosovo. Ban hvatti deilendur í Kosovo til að taka ekki “einhliða skref sem geti flækt deilu sem er flókin fyrir. Ég hvet Evrópusambandið til að halda áfram að gegna forystuhlutverki í þessu máli.”