Alþjóðlegur dagur vatnsins – ráðstefna á Íslandi

0
513

"Dagur vatnsins – Ísland og Þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna í vatns- og fráveitumálum", er yfirskrift ráðstefnu sem haldin er á vegum Vatnsveitufagráðs Samorku og í samvinnu við Þróunarsamvinnustofnun, Íslensku vatnafræðinefndina, Rauða kross Íslands og Hjálparstarf kirkjunnar.

Ráðstefnan er haldin 22. mars á alþjóðlegum degi vatnsins í Orkuveituhúsin, Bæjarhálsi 1 í Reykjavík, fimmtudaginn 22. mars 2007 kl. 13.00 – 17.00. Ætlun ráðstefnunnar er að leiða saman fagaðila í vatns- og fráveitumálum hér á landi og þá íslensku aðila sem starfa að og hafa áhuga á þróunaraðstoð erlendis, fjalla um Þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna og mögulegt framlag Íslendinga til að auka aðgengi að hreinu vatni í þróunarlöndum.
Dagur vatnsins Ísland og Þúsaldarmarkmið SÞ í vatns- og fráveitumálum
Ráðstefna í Orkuveituhúsinu 22. mars 2007, kl. 13.00-17.00

Setning
Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur og varaformaður Samorku

Ávarp: Stefna stjórnvalda að Þúsaldarmarkmiðum SÞ
Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra

Þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna
Þröstur Freyr Gylfason, Félagi Sameinuðu þjóðanna

Þúsaldarmarkmið í vatns- og fráveitumálum
María J. Gunnarsdóttir, Samorku

Hreint vatn í þágu heilbrigðis: Verkefni í Malaví
Þórdís Sigurðardóttir, Þróunarsamvinnustofnun Íslands

Vatn í stríði og friði
Gestur Hrólfsson, Rauða kross Íslands

Kaffihlé

Vatn á ótal vegu
Anna M.Þ.Ólafsdóttir, Hjálparstarfi kirkjunnar

Vatn og hreinlæti í neyðaraðstoð í Eþíópíu
Kristjón Þorkelsson, Rauða kross Íslands

Umræður um framtíðarsýn Íslendinga
til að uppfylla þúsaldarmarkmiðin í þessum málaflokki

Hermann Ingólfsson, utanríkisráðuneyti
Dagur Jónsson, Vatnsveitu Hafnarfjarðar
Hrund Ólöf Andradóttir, Verkfræðideild Háskóla Íslands
Guðrún Gísladóttir, Íslensku vatnafræðinefndinni

Fundarstjóri: Kristín Ástgeirsdóttir Skráning á www.samorka.is/dagurvatnsins eða í síma 588 4430