Alþjóða útvarpsdagurinn: Enn öflugur miðill

0
406

Radioday

13.febrúar 2015. Útvarpið er enn þann dag í dag einn þeirra fjömiðla sem hefur hvað mesta útbreiðslu.

Enginn annar miðill nær jafn vel til fólks, hvar sem það er statt. Útvarpið gefur öllum tækifæri til að taka þátt í opinberri umræðu óháð lestrarkunnáttu, kyni, aldri eða félagslegri stöðu. Það kostar lítið að eiga útvarp og það gegnir mikilvægu hlutverki í boðmiðlun þegar neyðarástand ríkir.

worldradio13.febrúar er Alþjóða útvarpsdagurinn og er dagurinn valinn því þann dag árið 1946 þá hófu Sameinuðu þjóðirnar starfrækslu útvarps. Enn er sent út en starfsemin hefur breyst og er UN Radio nú ferst og fremst efnisveita fyrir starfandi útvarpsstöðvar og dreifir efni sínu meðal annars um netið. Þema dagsins sem er á vegum UNESCO, vísinda, menningar og menntastofnunar Sameinuðu þjóðanna eru ungar konur og karlar óg úvarpið. Rannsóknir benda til að minna heyrist í ungu fólki í fjölmiðlum um heim allan en efni standa til.

„Útvarp skiptir ungt fólk um allan heim máli,” segir Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í tilefni dagsins. „Nú þegar alþjóðasamfélagið leggur drög að nýjum sjálfbærum þróunarmarkmiðum og nýjum lofstlagssáttamála, þurfum við að heyra raddir ungra kvenna og karla, hátt og snjallt.”

Irina Bokova, er forstjóri UNESCO, hún flytur að neðan ávarp í tilefni Alþjóða útvarpsdagsins.