Alþjóðadagur vitundar um einhverfa

0
461

autism

2. apríl 2013 –Í dag er Alþjóðadagur vitundar um einhverfu haldinn í sjötta sinn.

Margir þekkja einhverfu aðallega úr bíómyndum á borð við “Rain Man” og “Mercury Rising” sem báðar beindu kasdtljósinu að einhverfu en voru eins og gengur pakkaðar inn í innbúðir að hætti Hollywood.

 

Hver einhverfur einstaklingur er einstakur. Margir þeirra sem rúmast innan einhverfunnar eru gæddir óvenjulegum hæfileikum í tónlist eða name og margir á þessu róli eru eðlilega stoltir af sérstökum hæfileikum sínum og sérkennilegri sýn á heiminn.

Regnmaðurinn sem samnefnda bíómyndin var byggð á heitir Kim Peek. Hann var í senn gæddur ótrúlegu minni og alvarlegri fötlun. Peek sem lest 2009 var fyrirmyndin að persónunni sem Dustin Hoffman lék. Svo dæmi sé tekið gat hann lagt orðrétt á minnið innihald 12 þúsund bóka. Hann gat lesið tvær síður á tíu sekúndum, hægri síðuna með hægra auga og þá vinstri með vinstra auga.
En hvað veldur einhverfu?
Ekki fyrir svo löngu síðan hefðu vísindamenn ekki haft neitt svar við þessari spurning.
Vísindin eru fyrst nú farin að eiga einhver svör við spurningunni en morgue er ósvarað. Svo mikið er víst að engin ein orsök er fyrir einhverfu enda er hún margs konar. Nokkur atriði leggjast á eitt og til viðbótar eru nokkrir genetískir áhættuþættir.
Einhverfa snertir stúlkur og drengi af öllum kynþáttum og í öllum heimshornum og hefur mikil áhrif á börnin sjálf, fjölskyldur þeirra samfélög og þjóðfélög. Tíðnin eykst í mörgum ríkjum um allan heim.
“Alþjóðleg athygli er mikilvæg til að draga úr mismunun, vitundarleysi og ónógum úrræðum. Rannsóknir benda til að inngrip á fyrstu stigum geta stuðlað að því að einhverfir geti þróað hæfni sína verulega. Nú er lag á að skapa opnara samfélag þar sem hæfileikar þeirra sem búa við einhverfu eru metnir að verðleikum og þeim tryggð tækifæri til að fullnýta möguleika sína,” segir Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í ávarpi í tilefni Alþljóðadagsins.

Mynd: Karin Beate Nøsterud/norden.org