Alþjóðlegur baráttudagur kvenna

0
596

Dreifbýliskonur gætu bjargað 150 milljónum manna frá hungri

Sameinuðu Þjóðirnar heiðra í dag dreifbýliskonur  – einn fimmta af íbúum jarðar – á alþjóðlegum baráttudegi kvenna.

Þemað að þessu sinni „Styrkjum dreifbýliskonur – bindum enda á hungur og fátækt”.

RuralÍ ávarpi sínu, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, sagði framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna að konur og stúlkur í dreifbýli hafni ævinlega neðst þegar litið er til hagfræðilegra-, félagslegra- og pólitískra þátta , allt frá tekjum og menntun til heilbrigðis og ákvarðanatöku.

„Þær sinna flestum ólaunuðum störfum í dreifbýli. Engu að síður er haldið aftur af þeim þegar kemur að því að nýta möguleika þeirra. Ef þær hefðu sama aðgengi að skapandi auðlindum myndi ávöxtun landbúnaðar aukast um fjögur prósent, matar- og fæðuöryggi myndi aukast og bjarga allt að 160 milljónum manna frá hungri” segir Ban Ki-moon í ávarpi sínu.

Michele Bachelet, framkvæmdastýra UN Women, sagði í yfirlýsingu sinni að áskoranir þessa árs hvetji okkur til að hugsa á gagnrýninn hátt um aðgengi kvenna og stúlkna að menntun, þjálfun, vísindum og tækni. „jafnrétti kynjanna og efling kvenna getur einungis orðið að veruleika ef við verjum nægilega miklu í menntun og þjálfun kvenna og stúlkna”, sagði Michelel Bachelet.

Tölfræði SÞ sýnir að það er enn langt í land:

•    Eingöngu 19.3 prósent af kjörnum fulltrúum í efri og neðri deildum þjóðþinga eru konur.
•    Eingöngu 12 af  fyrirtækjunum á Fortune 500 listanum hafa kvenkyns stjórnendur
•    Konur í dreifbýli framleiða 60 til 80 prósent allrar fæðu í þróunarlöndunum en hafa sjaldan rétt á því landi sem þær yrkja
•    Af hverjum 100 landeigendum í heiminum eru einungis 20 konur.

Navi Pillay, mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, segir að með of fáum kvenkyns leiðtogum og stjórnendum fyrirtækja séu konur ekki að taka virkan þátt í ákvarðanaferli um hvernig eigi að takast á við heimskreppuna.

„Það er þess vegna, til að taka undir raddir frá götum margra borga, bæja og kaupstaða í heiminum, sem við verðum að krefjast breytinga sem munu sjá til þess að konur hljóti viðurkenningu sem borgarar og þáttakendur í ákvörðunargerð. Þetta á sérstaklega við á tímum umbreytinga í ýmsum ríkjum” sagði Pillay í yfirlýsingu sinni.