Angela Merkel sæmd friðarverðlaunum UNESCO

0
132
Angela Merkel,
Angela Merkel,

Angela Merkel fyrrverandi kanslari Þýskalands hefur verið sæmd friðarverðlaunum UNESCO.

Hún hlaut þau í viðurkenningarskyni fyrir þá ákvörðun að skjóta skjólshúsi fyrir flóttamenn árið 2015.  Verðlaunin eru kennd við Félix Houphouët-Boigny, fyrrverandi forseta Fílabeinsstrandarinnar. Þau hafa verið veitt árlega frá 1989 þeim einstaklingi, samtökum eða stofnun sem hefur lagt umstalsvert af mörkum til að efla, tryggja eða viðhalda friði í samræmi við stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna og UNESCO.

Á meðal fyrri verðlaunahafa eru Nelson Mandela og Frederik W.De Kler frá Suður-Afríku og Jimmy Carter fyrrverandi forseti Bandaríkjanna.

“Allir fulltrúar í dómnefndinni voru djúpt snortnir af hugrekki hennar þegar hún ákvað a’ð taka á móti rúmlega 1.2 milljónum flóttamanna, aðallega frá Sýrlandi, Írak, Afghanistan og Erítreu. Hennar verður minnst fyrir þetta,” sagði Denis Mukwege formaður dómnefndarinnar og friðarverðlaunahafi Nóbels.