Angelina Jolie fagnar ákvörðunum Alþjóðaglæpadómstólsins í Darfur

0
508
28. febrúar 2007. Angelina Jolie, leikkona og góðgjörðasendiherra Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) segir að ákvörðun Alþjóðaglæpadómstólsins um að lýsa tvo háttsetta Súdani grunaða stríðsglæpamenn fyrir aðild þeirra að voðaverkum í Darfur, geti skipt sköpum fyrir landflótta Súdani.

Angelina Jolie lauk í dag tveggja daga heimsókn til flóttamanna frá Súdan í nágrannaríkinu Tsjad. Jolie lauk lofsorði á starf hjálparstarfsmanna fyrir þrotlaust starf við að aðastoða flóttamennina frá Darfur héraði um leið og hún hvatti til aukinnar aðstoðar.
“Hjálparstarfsmennirnir eru óbugaðir þótt þeir sæti sjálfir árásum” sagði leikkonan en þetta er fyrsta heimsókn hennar til flóttamanna frá Darfur í þrjú ár. 
Jolie hvatti til aukkinnar aðstoðar við flóttamenn á borð við þá sem hún hitti í Oure-Cassoni búðunum sem hýsa 26 þúsund manns í Tsja, aðeins fimm kílómetra frá landamærunum við Súdan.
“Það er alltaf raunalegt að horfa upp á fjölskyldur sem þurfa að búa við svo slæmar aðstoðæður” sagði hún. “Það er þó raunalegast að vita til þess hvað það tekur alþjóðasamfélagið langan tíma að bregðast við þessu neyðarástandi”.
Jolie þurfti að brjótast í gegnum sandbyl á leið sinni til Oure-Cassoni sem eru þær nyrstu af tólf búðum sem flóttamannahjálpin starfrækir í austurhluta Tsjad og hýsa 230 þúsund flóttamenn frá Darfur héraði.
Syngjandi skólabörn tóku á móti leikkonunni. Hún ræddi meðal annars við nemendur í einum margra skóla í flóttamannabúðunum sem lýstu fyrir henni vonum sínum um að geta snúið aftur heim til sín í Súdan, einn góðan veðurdag.
Daginn áður hitti hún að móli hóp kvenna sem sögðu henni frá lífsbaráttu sinni og vonum um að snúa aftur heim, þótt þær viðurkenndu að slíkt væri ekki á næsta leyti vegna öryggisástandsins.
Margir flóttamannanna sem Angelina Jolie ræddi við, sögðust vonast til að alþjóðlegt friðargæslulið tæki sér stöðu á landamærum Tsjad og Darfur til að hindra árásir á þá frá Súdan. Þeir lýstu einnig ánægju sinni með að Alþjóðaglæpadómstóllinn hefði lýst súdanskan ráðherra og leiðtoga vígamanna grunaða menn fyrir þátt þeirra í blóðsúthellingum í Darfur.
“Ákvörðun glæpadómstólsins gæti skipt sköpum í lífi þessara kvenna og barna þeirra”, sagði Angelina Jolie. “Margir flóttamannanna sögðust fyllast nýrri von við að heyra tíðindin. En þeir segja líka að það verði að afvopna þá sem ráðist hafa á þá, ef þeir eigi að geta snúið aftur heim.”
Sjá nánar: http://www.un.org/apps/news/story.asp?NewsID=21707&Cr=Sudan&Cr1=