Angelina Jolie heimsækir flóttamenn frá Sýrlandi og Líbýu

0
414
Jolie_in_Malta

 Jolie_in_MaltaGóðgerðarsendiherrann Angelina Jolie og António Guterres, forstjóri Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna heimsóttu flóttamenn frá tveimur Arabaríkjum um helgina í aðdraganda Alþjóðlega flóttamannadagsins, 20. júní.

Jolie og Guterres heimsóttu flóttamenn sem flúið hafa Líbýu til Möltu og ítölsku eyjarinnar Lampedusa. Meir en fjörutíu þúsund manns hafa freistað þess að komast yfir Miðjarðarhafið frá Líbýu til Lampedusa og fimmtán hundruð hafa týnt lífi á leiðinni. Guterres hvatti Evrópuríki til að taka við fólki frá Afríku, sérstaklega þeim sem væru á flótta undan átökum í Líbýu. 

 

 

"Þegar ég hugsa um þetta fólk og þessa fjölskyldur, reyni ég að gera mér í hugarland hvað það er sem rekur fólk af stað, til dæmis móður með börn,” sagði Angelina Jolie.  "Hvernig getur líf hennar verið ef hennar besti kostur er að taka þá áhættu að drukna eða kafna…og taka þá áhættu að vera vísað á brott. Send aftur út á haf,” sagði Jolie og bætti við. ”Fæst okkar getum ímyndað okkur þvílíkar þjáningar slík kona hefur mátt þola.” 
Sjá myndband um heimsókn Jolie:
http://www.youtube.com/watch?v=SYlTColW7Pw

 “Sjáið hver er komin”-Jolie heimsækir sýrlenska flóttamenn

Angelina Jolie heimsótti 17. júní flóttamannabúðir á landamærum Tyrklands og Sýrlands, en þar hafa 1700 Sýrlendingar leitað skjóls.
Börn tóku á móti Jolie í búðunum og hrópuðu “sjáið hver er komin” og “velkomin!”. 
Leikkonan og góðgerðasendiherrann sagði að ný herferð Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðoanna “Einn er of margir” ætti brýnt erindi þessa dagana. ” Í þessari herferð leggjum við áherslu á að einn flóttamaður án skjóls er einum of mikið. Þetta fólk á skilið og þarf okkar hjálp,” sagði hún.

Myndband af Jolie á meðal sýrlenskra flóttamanna í Tyrklandi.
http://www.youtube.com/watch?v=P_m1ifGNL5Y