Annan harmar að hafa ekki umbylt Öryggisráði

0
549

 

Annan sweden

3.september 2013.  Jan Eliasson, varaframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna og Kofi Annan, fyrrverandi framkvæmdastjóri samtakanna lögðu í gær blómsveig að leiði Dag Hammarskjöld , fyrrverandi framkvæmdastjóra þeirra í Uppsölum, að viðstaddri Viktoríu krónprinsessu Svíþjóðar. Eliasson og Annan tóku í gær þátt í málþingi í Uppsölum um framtíð Sameinuðu þjóðanna í tilefni af útkomu æviminninga framkvæmdastjórans fyrrverandi í sænskri þýðingu.Annan ræddi bæði reynslu sína sem æðsta yfirmanns Sameinuðu þjóðanna og starf sitt við að miðla málum í deilunni í Sýrlandi. Hann hvatti enn til pólitískrar lausnar og sagði nauðsynlegt að stríðandi fylkingar gerðu sér grein fyrir að “hernaðarlausn væri útilokuð.”Annan sagði að sín stærsta eftirsjá í starfi framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna væri að sér hefði ekki tekist að tryggja umbætur á Öryggisráðinu sem endurspeglaði árið 1945 en ekki 21. öldina. “Það er erfitt að útskýra að það sé ekki pláss fyrir Indland með milljarð íbua, Afríku með 54 ríki og Suður-Ameríku, á sama tíma og þrjú Evrópuríki hefðu föst sæti í Öryggisráðinu.”