Áramótaávarp 2022: Endurreisn í allra þágu

0
609
Mynd: Eyestetix studio/Unsplash

António Guterrres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna lagði áherslu á bata og endurreisn í krafti djarfrar áætlunar um bólusetningu allrar heimsbyggðarinnar í áramótaávarpi sínu sem fylgir hér á eftir í heild.

Áramótaávarp António Guterres: 

Nú þegar heimurinn býður 2022 velkomið, ganga vonir okkar um framtíðina í gegnum eldraun dýpkandi fátæktar og versnandi misskiptingar. Við þetta bætist ójöfnuður í dreifingu COVID bóluefnis og rofin fyrirheit um aðgerðir í loftslagsmálum. Átök, sundrung og rangfærslur þrífast sem aldrei fyrr.

Það er ekki stefnumörkum sem gengur í gegnum prófraun. Hér er um að ræða siðferðileg álitamál og áþreifanleg úrlausnarefni.

Mannkynið getur staðist þessa prófraun ef við skuldbindum okkur til að árið 2022 verði helgað endurreisn í allra þágu.

Bólusetning allrar heimsbyggðarinnar

Við þurfum að ná tökum á heimsfaraldri með djarfri áætlun um að bólusetja hverja einustu manneskju hvar sem hún býr.

Við þurfum að endurheimta fyrri stöðu í hagkerfum okkar. Auðugum ríkjum ber að styðja þróunarlönd með fjármagni, fjárfestingu og skuldauppgjöf.

Við þurfum að vinna bug á vantrausti og sundrung með áherslu á vísindi, staðreyndir og rök.

Við þurfum að leysa deilur með endurnýjaðri áherslu á viðræður, málamiðlun og sættir.

Og við þurfum að endurreisa plánetuna okkar með skuldbindingum í loftslagsmálum sem hæfa umfangi neyðarástandsins sem við blasir.

Tækifæri

Mynd: Willem Chan/Unsplash

Þegar neyðin er stærst eru tækifærin það líka. Okkur ber að fylkja liði um samstöðu að baki lausna í allra þágu. Við þurfum að horfa fram á veginn í sameiningu og trúa á að við, fjölskylda mannsins, séum fær um lyfta grettistaki.

Við skulum sameinast um það áramótaheit að árið 2022 verði ár bata fólksins, plánetunnar og velmegunarinnar.

Ég óska ykkur öllum gæfuríks og friðsamlegs nýs ár.