Árás á SÞ í Afganistan fordæmd

0
468
alt

Ban Ki-moon framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna ræddi símleiðis við forystumenn Noregs, Nepals, Rúmeníu og Svíþjóðar og vottaði þeim samúð eftir að þegnar þessara ríkja létust í árás á stöðvar Sameinuðu þjóðanna í norðurhluta Afganistans á föstudag (1. apríl).

altBan tjáði forsætisráðherra Nepals og utanríkisráðherrum evrópsku ríkjanna þriggja að hugur allra hjá Sameinuðu þjóðunum væru með fjölskyldum þeirra sem hefðu látist eða særst í “hryllilegri árás á þá sem reyna að hjálpa afgönsku þjóðinni.” 
Framkvæmdastjórinn ræddi einnig símleiðis við Hamid Karzai, forseta Afganistan og lét í ljós hryggð yfir árásinni á skrifstofur Sameinuðu þjóðanna í borginni Mazar-i-Sharif. Þrír starfsmenn SÞ og fjórir nepalskir öryggisverðir létust í árásinni.
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna gaf út tilkynningu á föstudag þar sem allir fimmtán meðlimir ráðsins fordæma hvers kyns hvatningu til ofbeldis og votta fjölskyldum fórnarlambannda samúð.
 

Mótmælin nærri stöðvum Sameinuðu þjóðanna í Mazar-i-Sharif.