Árásir á Rússa í Úkraínu ekki víðtækar

0
474

Ban Kiev

8. maí 2014. Yfirmaður mannréttindamála hjá Sameinuðu þjóðanna hefur látið í ljós djúpar áhyggjur af vaxandi ofbeldisöldu í Úkraínu
Navi Pillay, Mannréttindafulltrúi samtakanna segir í yfirlýsingu að hún skori á deilendur að “leggja mun harðar að sér við að finna friðsamlega lausn á deilum sínum.” Bæir í suður og austur hluta landsins hafa orðið harðast út í átökum.

Hún hvatti vopnaða hópa til að “stöðva ólöglegar aðgerðir, þar á meðal að hneppa fólk í varðhald og taka opinberar byggingar herskildi í trási við lög og stjórnarskrá Úkraínu.” Hún hvatti vígasveitirnar til að leggja niður vopn, láta fanga lausa og yfirgefa byggingarnar. Pillay hvatti einnig ríkisstjórnina til að tryggja að her og lögregla hagi aðgerðum sínum í samræmi við alþjóðleg viðmið. “Það er sérstaklega mikilvægt að yfirvöld sjálf virði að fullu lög og rétt og verndi mannréttindi allra af kostgæfni, þar á meðal rússneskumælandi íbúa landsins,” sagði Mannréttinidafulltrúinn. 

Embætti mannréttindafulltrúans (High Commissioner for Human Rights) gerði úttekt á mannréttindaástandinu í Úkraínu og gaf út skýrslu um miðjan apríl. Þar var komist að þeirra niðurstöðu að þess væru dæmi að rússneskumælandi fólk hefði sætt árásum en þær væru hvorki kerfisbundnar né víðtækar.

Mynd: Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna vottaði þeim sem létust í róstum í Kænugarði virðingu sína þegar hann heimsótti Úkraínu 22. mars 2013. SÞ-mynd/Eskinder Debebe.