Árásir á sjúkrahús eru stríðsglæpir

0
490

Special Envoy for Syria Staffan de Mistura updates the press on the Intra Syrian Geneva Talks. UN PhotoJean Marc Ferré file

27.júlí 2016. Enn ein tilraun verður gerð til að semja um frið í Sýrlandi í lok ágúst að sögn Staffan de Mistura, sáttasemjara Sameinuðu þjóðanna, en ástandið í Aleppo gæti reynst þrándur í götu.

Um síðustu helgi var ítrekað ráðist á 4 sjúkrahús í borginni, og lést meðal annars tveggja daga gamalt barn.

„Árásir á heilbrigðisstofnanir eru brot á alþjóðalögum og í þeim geta falist stríðsglæpir,” segir í yfirlýsingu frá UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna.l

Að mati Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar hafa fjörutíu árásir verið gerðar á heilbrigðisstofnanir í ár. Talið era ð 60% sjúkarhúsa í landinu hafi lokað að hluta eða öllu leyti.

Brýnt er að alþjóðasamfélaginu takist að byggja á þeim árangri sem þó hefur náðst við erfiðar aðstæður við að koma mannúðaraðstoð til nauðstaddra í Sýrlandi, að sögn Stephen O´Brien, framkvæmdastjóra á sviðið mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum.

„Alþjóðasamfélagið hefur áður sýnt að hægt er ð sameinast um slíkt og verður að gera það að nýju áður en það er um seinan,” sagði hann.

O´Brien lét í ljós áhyggjur af ástandin um allt Sýrlandi og varaði sérstaklega við því að austurhluti Aleppo væri nú í herkví. Talið er að matvæli þar verði á þrotum um miðjan ágúst.