Assange ólöglega sviptur frelsi

0
471
Assange leaving High Court in 2011. Photo Flickr Beacon 2.0 Generic CC BY NC 2.0

Assange leaving High Court in 2011. Photo Flickr Beacon 2.0 Generic CC BY NC 2.0

5.febrúar 2016. Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, hefur sætt ólögmætri fangelsun af hálfu Svíþjóðar og Bretlands að mati Vinnuhóps Sameinuðu þjóðanna um geðþótta frelsissviptingar.

Hér er um að ræða vinnuhóp sérfræðinga sem eru skipaðir af Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna en starfa sjálfstætt og óháð ráðinu.
Í fréttatilkynningu frá mannréttindasérfræðingunum eru sænsk og bresk yfirvöld hvött til þess að binda enda á frelsissviptingu Assange og viðurkenna rétt hans til bóta.

Assange hafði áður setið í fangelsi og í stofufangelsi í Bretlandi, frá 7.desember 2010, en leitaði hælis í sendiráði Ekvador í Lundúnum 2012 eftir að hann tapaði áfrýjun þegar hann barðist gegn framsali til Svíþjóðar vegna rannsóknar í tengslum við meint kynferðisbrot. Hann hefur hins vegar ekki verið formlega ákærður.

„Vinnuhópurinn telur að frelsissvipting Assange í sínum ýmsu formum feli í sér geþótta frelsissviptingu,“ sagði Seong-Phil Hong, oddviti hópsins.

„Vinnuhópurinn telur að binda eigi enda á frelsissviptingu Assange…virða beri ferðafrelsi hans og að hann eigi rétt á bótum,“ sagði Hong. 

Sjá úrskurð Vinnuhópsins hér.