Átak hafið til að minnka sóun matvæla

0
409

 fwclogo

24. janúar 2013. Neytendur og smásöluverslanir geta dregið verulega úr því hve mikið af matvælum fer til spillis í heiminum. Einn og hálfur milljarður tonna matvæla fer í súginn á hverju ári.

Á sama tíma líða hundruð milljóna manna hungur. Einn þriðji matvælaframleiðslu heimsins tapast eða er sóað og kemur engum til góða.

 

Hugsið. Borðið. Sparið herferðin miðar að því skapa sjálfbæra famtíð með hvetja til aðgerða og efla vitund og vitneskju (sjá hér:http://www.thinkeatsave.org/) með því að deila upplýsingum um öll þau ráð sem nú þegar eru til boða. Það eru Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) og Umhverfisáætlunin (UNEP) sem standa fyrir átakinu.

Á heimsvísu fer einn þriðji allrar matvælaframleiðslu til spillis eða er sóað annað hvort á framleiðslustigi, í dreifingu eða af neytendum sjálfum.

„Í heimi sem hýsir sjö milljarða mann og fjölgar í níu milljarða árið 2050, höfum við ekki efni á slíkri sóun, hvorki efnahagslega, umhverfislega né siðferðilega,” segir Achim Steiner, forstjóri UNEP.

Í Evrópu, Norður-Ameríku og Eyjaálfu sóar hvert mannsbarn að meðaltali á milli 95 og 115 kílóum á ári. Það segir svo sína sögu að einungis 6-11 kíló fara til spillis á hvert mannsbarn í Afríku sunnan Sahara og suður og suðaustur Asíu.

Evrópusambandið er á meðal þeirra sem styðja átakið. „Í Evrópusambandinu höfum við sett okkur það takmark að minnka um helming það magn matvæa sem fara til spillis fyrir 2020,” segir Janez Potočnik, sem fer með umhverfismál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins.