Athygli vakin á eldra fólki sem elur upp Alnæmis-munaðarleysingja

0
399
alt

Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hvetur til þess að meiri gaumur verði gefinn að málefnum eldra folks sem orðið hefur að taka að sér munaðarleysingja; börn fórnarlamba alnæmis. 

Í ávarpi framkvæmdastjórans á Alþjóðlegum degi Eldra fólks, 1. október, vekur framkvæmdastjórinn athygli á því að 20% sveitakvenna sextugra og eldri, í Afríku sunnan Sahara, séu eina fyrirvinna barnabarna sinna.

“Þær annast börnin og taka á sig aukalegar og óvæntar byrðar, oft og tíðum án þess að hafa nokkrar forsendur til þess. Þær þurfa átakanlega á félagslegri þjónustu að halda, sérstaklega lífeyris svo að þær og fjölskyldur þeirra eigi nokkurn kost á lífi sem er meira en að skrimta,” segir Ban í ávarpi sínu.

alt

Eldri maður í Túnis. SÞ-mynd: Kate Schafer

Að þessu sinni er haldið upp á Alþjólegan dag eldra fólks í tuttugasta skipti. Fjöldi og hlutfall eldra fólks eykst hröðum skrefum. Á síðustu þremur áratugum hefur fjöldi eldra fólks tvöfaldast. Árið 2050 mun fjöldi eldra fólks í heiminum nema tveimur milljörðum sem er umtalsverð breytinga á aldurssamsetningu jarðarbúa.

“Á þessum Alþjóða degi, hvet ég ríkisstjórnir til að gera meira til að mæta þörfum eldra fólks. Höfuðatriðin eru vel þekkt: almennur aðgangur að félagslegri þjónustur, auknir möguleikar á lífeyri og setning laga og mótun stefnu til að hindra misnunum byggða á aldri eða kyni á vinnustöðum,” segir framkvæmdastjórinn í árlegu ávarpi sínu á degi Eldra fólks.