Athyglin beinist nú að loftslagssamningnum

0
475
Sustainable Energy

Sustainable Energy

4. ágúst 2015. Samkomulag um Sjálfbær þróunarmarkmið náðist sunnudaginn 2.ágúst, nánast á sama augnabliki og Obama Bandaríkjaforseti tilkynnti um nýja rótttæka áætlun til að stemma stigu við loftslagsbreytingum.

Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna fagnaði þegar í stað tilkynningu Obama sem miðar að því að draga úr losun koltvíserings frá bandarískum orkuverum um 30% á aðeins 15 árum. Ban sagði að áætlunin sýndi hversu staðráðin Bandaríkin væru í að takast á við loftslagsbreytingar. 

Í upphafi þessa árs lýsti aðalframkvæmdastjórinn því yfir að samþykkt Sjálfbæru þróunarmarkmiðanna og nýr Loftslagssáttmáli væru forgangsmál samtakanna.

2015 logo en„Árið 2015 er ár alheims-aðgerða”, sagði aðalframkvæmdastjórinn í ræðu í ársbyrjun.

„Ef okkur tekst að fá samþykkt ný Sjálfbær þróunarmarkmið…og innihaldsríkt alheimssamkomulag um loftslagsbreytingar í desember í París, tel ég að við höfum stigið stór skref í átt til betri framtíðar,“ sagði Ban.

Bandaríkin losa næst mest magn koltvíserings allra ríkja í heiminum, og einna mest miðað við höfðatölu. 

Áætlun Obama forseta snýst um að draga úr losun lofttegunda sem valda gróðurhúsaáhrifum, frá orkuverum, um nærri þriðjung á fimmtán árum og auka hlut vind- og sólarorku og annara endurnýjanlegra orkugjafa.

„Obama forseti sýnir með þessu gott fordæmi og greiðir fyrir því að önnur lykil-ríki fari að dæmi hans og tryggi varanlegt og innihaldsríkt alheimssamkomulag á Loftslagsráðstefnunni í París í desember,” sagði Stéphane Dujarric, talsmaður aðalframkvæmdastjórans á blaðamannafundi í New York.

Samþykkt Sjálfbæru þróunarmarkmiðanna gætu reynst lyftistöng fyrir loftslagssamkomulagið. Markmiðin eru sautján að tölu og gilda til 2030. Þau miða að því að uppræta sárustu fátækt, auka velmegun og velferð jarðarbúa og vernda umhverfið. 

Mörg hinna innbyrðist tengdu sjálfbæru þróunarmarkmiða snúast beint og óbeint um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og aðlögun að loftslagsbreytingum. Sem dæmi má nefna sjöunda markmiðið en samkvæmt því ber að tryggja öllum aðgang að tryggri, sjálfbærri og nútímalegri orku á viðráðanlegu verði. Jafnframt að stefnt skuli að því auka umtalsvert hlut sjálfbærrar orku í heildarorkunotkun heimsins og tvöfalda orkunýtni fyrir 2030.

FigueresÍ þrettánda markmiðinu er hvatt til að „ grípa til bráðra aðgerða gegn loftslagsbreytingum og áhrifum þeirra.“ Þetta er útfært nánar í undirmarkmiðum og hvatt til þess að efla þanþol og aðlögunarhæfni gagnvart hættum og hamförum sem rekja má til loftslagsbreytinga í öllum ríkjum. Hvatt er til að bæta menntun og vekja fólk til vitundar; að efla hæfni einstaklinga og stofnana til að aðlagast að og milda afleiðingar loftslagsbreytinga.

Þá er hvatt til þess að staðið verði við fyrirheit þróaðra ríkja um að verja í sameiningu 100 milljörðum Bandaríkjadala árlega frá og með 2020 til þess að sinna þörfum þróunarríkja, auk þess að tryggja fjármögnun Græna loftslagssjóðsins.

Í nýlegri grein leggur Christina Figueres, forstjóri Loftslagsstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNFCCC) áherslu á tengsl þróunarmarkmiðanna og baráttunnar gegn loftslagsbreytingum.

„Bakgrunnur þessara tveggja ferla er ólíkur, þeir lúta ólíkum lögmálum og það er glímt við mismunandi vanda. Þeim ber að styðja hver við annan og tengjast innbyrðis ef það á að takast að uppræta fátækt, bæta lífsviðurværi, auka velmegun og trygja að við skilum heilbrigðri veröld til næstu kynslóðar,“ skrifaði Figuerers i ritið UN Chronicle.

Myndir: Sjálfbær þróun World Bank/Dana Smillie.

Ban Ki-moon og Christina Figueres. SÞ/Eskinder Debebe.