Aukið sjálfstraust – aukin sjálfsvirðing

0
505
isabel de la cruz 0

isabel de la cruz 0

10.júní 2015. Palestínuflóttamannahjálpin hefur bryddað upp á þeirri nýjung að ráða kvenkyns verði við heilsugæslustöðvar á Gasaströndinni.

„Þetta er góð hugmynd sem ég styð heilshugar,“ segir Kefal Al Najar, læknir á Jabalias-heilsugæslustöðinni. „Frumkvæðið er mikilgvægt því auk þess að konurnar fá laun greidd, eykur þetta sjálfstraust og sjálfvirðingu þeirra. Þar að auki eru konurnar oft betri en karlar í að leysa vandamál og hjálpa kvenkyns sjúklingum.“
Karlkyns verðir verða áfram við aðalinngang heilsugæslustöðva Palestínuflóttamannahjálparinnar (UNWRA) en konurnar eru við störf innanhúss.

21 kona hefur verið ráðin í störf varða í tengslum við JCP, atvinnusköpunaráætlun UNRWA og verða til reynslu í 3 mánuði. Atvinnuleysi á Gasa er gríðarlegt eða 43%.

Suhair Riyadh BattahSuhair Riyad Battah er 36 ára gömul og er að fá sitt fyrsta starf. „Ég ber ábyrgð á öryggi og vellíðan kvenkyns sjúklinga. Hlutverk mitt er oftast að fylgjast með og grípa inn í ef ég sé vandamál. Stundum felst það í því að kvenkynssjúklingi líður ekki vel í návist karlmanns,“ útskýrir Battah. „Maðurinn minn er stoltur af mér og starfinu mínu og það er ég líka. Þegar þessu líkur, mun ég reyna að finna annað starf svo að ég geti lagt fram minn skerf til að standa straum af útgjöldum heimilisins.“

Að sögn Kefars læknis eru meira að segja karlar á Gasa-svæðinu farnir að skilja þýðingu þess að konur hafi atvinnu. „Ég tel að allar konur eigi þetta skilið. Hægt og bítandi eru menningarlegar væntingar okkar að breytast. Og þetta er ekki bara afleiðing vitundarvakningar heldur einnig efnahagsleg nauðsyn.“