Ávarp á degi Sameinuðu þjóðanna

0
427
ban_ki-moon_portrait

Ávarp framkvæmdastjórans á degi Sameinuðu þjóðanna, 24. október 2011:

Eftir nokkra daga býður mannkynið sjö milljarðasta meðlim sinn velkominn í heiminn. Sumir segja að offjölgun ríki á jörðinni. Ég segi að við sjö milljarðar séu okkar styrkur.

ban_ki-moon_portraitHeiminum hefur fleygt fram frá því Sameinuðu þjóðirnar litu dagsins ljós fyrir 66 árum.
Við lifum lengur. Fleiri börn lifa af. Sífellt fleiri búa við frið í lýðræðislegum réttarríkjum. Og eins og við höfum séð á þessu viðburðaríka ári, krefst fólk hvarvetna réttinda sinna og mannlegs frelsis.

Og samt…er þessum framförum ógnað. Efnahagskreppan er skæð með auknu atvinnuleysi og ójöfnuði. Að ekki sé minnst á loftslagsbreytingar. Fólk býr við ótta um allan heim.

Allt of margir telja að ríkisstjórnir þeirra og efnahagskerfi heimsins hafi ekki úrræði handa þeim.

Á þessum viðsjárverðu tímum er aðeins eitt svar: að standa þétt saman.

Hnattræn vandamál krefjast hnattrænna svara.

Þau krefjast þess að allar þjóðir leggjist á sömu sveif í þágu alls mannkyns.

Þetta er hlutverk Sameinuðu þjóðanna:

Að byggja betri heim.

Að skilja engan að baki.

Að vera málsvari hinna fátækustu og berskjölduðust í nafni heimsfriðar og félagslegs réttlætis.

Við skulum viðurkenna eitt á þessum degi: að aldrei hefur verið jafn mikil þörf fyrir Sameinuðu þjóðirnar og einmitt nú. 

Í sífellt innbyrðis tengdari heimi, höfum við öll eitthvað fram að færa og eitthvað að vinna með því að starfa saman.

Við skulum sameinast, allir sjö milljarðarnir sem einn,  í þágu sameiginlegra hnattrænna hagsmuna.

Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna.