Ávarp framkvæmdastjórans á alþjóðlegum degi baráttunnar gegn útbreiðslu eyðimarka

0
420
361724

Ávarp framkvæmdastjórans á alþjóðlegum degi baráttunnar gegn útbreiðslu eyðimarka (17. júní 2011)

Þeir jarðarbúar sem búa á þurrsvæðum en til þeirra telst meir en 40% alls lands jarðar, eru á meðal fátækasta fólks heims sem hættast er við að verða hungri að bráð. Oft og tíðum býr þetta fólk á landi sem hefur orðið fyrir skakkaföllum. Framleiðni landsins dugir ekki fyrir nauðþurftum. Ástæða er til að gefa þolraunum “hins gleymda milljarðs” manna sérstækan gaum í viðleitni heimsins til að ná Þúsaldarmarkmiðunum um þróun (MDGs).  361724

Á þessu ári höldum við upp á Alþjóðlegan dag baráttunar gegn útbreiðslu eyðmarka á Alþjóðlegu ári skóga sem Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna boðaði til, í því skyni að fræða almenning í heiminum um gildi skóga og þann gríðarlega félagslega, efnhagslega og umhverfislega skaða sem fylgir ágangi á skóglendi jarðar. Þetta átak á sérstaklega mikið erindi við þurrsvæði þar sem þurrir skógar og kjarrlendi eru hryggjarstykki þurra vistkerfa. 

Þurrir skógar eru fjörutíu og tvö prósent hitabeltis- og heittempraðra skóga jarðar. Ósjálfbær notkun lands og landbúnaður eru mikilvægir orsakavaldar í ágangi á skóganna og uppblásturs og eyðimerkurmyndunar sem siglir óumflýjanlega í kjölfarið. Því miður vakna mörg samfélög og yfirvöld ekki til vitundar um mikilvægi þurru skóganna fyrir lífsgæði og  velmegun þjóðfélagsins fyrr en þessum vistkerfum hefur verið stefnt í hættu. 

Stýring, verndun og sjálfbær þróun þurra skóga eru þungamiðja baráttunnar gegn eyðimerkurmyndun. Aðgerðir til að grænka Sahel-svæðið og aðrar velgengnissögur um heim allan sýna og sanna að hægt er að endurheimta spillt landsvæði með sjálfbærum aðferðum. Við þurfum að efla þessa aðgerðir og kynna árangurinn hvarvetna.

Við þurfum líka að umbuna þeim sem auka framleiðni þurrsvæða þannig að þau lifi og dafni öðrum til fyrirmyndar. Úrræði sem verið er að þróa á vettvangi Rammasáttmála Sameinuðu þjóðanna um Loftslagsbreytingar, svo sem REDD Plus og Græni loftslagssjóðurinn- blása byr í segl hinna þrautseigu íbúa þurrsvæðanna sem verða fyrst og harðast fyrir barðinu á loftslagsbreytingum. Allt of oft er litið svo á að það sé óarðbært eða áhættusamt að fjárfesta á þurrsvæðum í stað þess að líta svo á að það sé nauðsynlegt fyrir lífsafkomu staðbundinna samfélaga og þjóða í heild sinni.  Að okkur beinist sú áskorun að breyta hugmyndum markaðarins svo að þurrsvæði verði ekki fjárfestinga-eyðimörk.  

Í september á þessu ári mun Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna boða til fundar háttsettra fulltrúa um eyðimerkuvæðingu, ágangs á land og þurrka.  Á næsta ári munu leiðtogar heimsins sækja Rio+20 Ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Ég hvet ríkisstjórnir og samstarfsaðila þeirra til að einbeita sér enn frekar í leitinni að lausnum á þessari miklu ógnun við sjálfbæra þróun.