ÁVARP FRAMKVÆMDSTJÓRA SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA Á ALÞJÓÐLEGUM MINNINGARDEGI UM FÓRNARLÖMB HELFARARINNAR, 27. JANÚAR 2006

0
566

Í dag munu Sameinuðu þjóðirnar í fyrsta skipti halda hátíðlegan árlegan Alþjóðlegan minningardag um fórnarlömb helfararinnar. 

Við fáum ekki breytt þeim einstæða harmleik sem helförin var. En við verðum að minnast hennar með skömm og hryllingi svo lengi sem mannkynið er við lýði.

Við getum einungis sýnt fórnarlömbunum virðingarvott með því að heiðra minningu þeirra.  Milljónir saklausra gyðinga og fólk úr röðum annara minnihlutahópa voru myrtir á grimmilegasta hátt sem hugsast getur. Við megum aldrei gleyma þessum körlum, konum og börnum og þjáningum þeirra. 

Það er nauðsyn að halda minningunni á lofti til að snupra þá sem segja að helförin hafi aldrei átt sér stað eða sé orðum aukin. Einungis ofstækismenn visa  helförinni á bug. Við skulum hafna falsrökum þeirra hvar sem er, hvenær sem er og hver sem heldur þeim fram.

Minningin er einnig í þágu framtíðar. Hrylling dauðabúða nasista má rekja til haturs, fordóma og gyðingahaturs. Helförin er þörf áminning um nauðsyn þess að vera á varðbergi þegar slíkur málflutningur heyrist.

Eftir því sem lengra líður frá helförinni og eftirlifendum fækkar, felllur það sífellt meir í okkar hlut – núlífandi kynslóðar- að halda minningunni á lofti og tala máli mannlegrar reisnar.  

Sameinuðu þjóðirnar voru settar á stofn sem andsvar við hörmungum heimstyrjaldarinnar síðari. Engu að síður hefur alþjóðasamfélagið alltof oft látið undir höfuð leggjast að hindra grimmdarverk. Á síðustu árum höfum við tekið mikilvæg skref til úrbóta, til dæmis með stofnun Aþjóðaglæpadómstólsins og með því að samþykkja sameiginlega verndarskyldu. 

Þema þessa Alþjóðlega minningardags er “enduminning og framhald”. Við skulum í þeim anda heita því að tvíefla baráttuna til að hindra þjóðarmorð og glæpi gegn mannkyninu.