Bækur eru þekkingarafl

0
467
BookDayMain

BookDayMain 

23. apríl 2015. Læsi er forsenda þekkingar, lykill að sjálfsvirðingu og valdeflingu einstaklinga. Alþjóðdagur bóka og höfundarréttar er í dag, 23.apríl.

Bækur, í hvaða formi sem er, geta skipt sköpum. 175 milljónir unglinga um allan heim eru algjörlega ólæsar, geta ekki lesið eina setningu. UNESCO, Mennta-, vísinda og menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna, vinnur að því að virkja nýjust upplýsinga- og samskiptatækni til að auka læsi og ná til sem flestra í heiminum.

“Á Alþjóðadegi bóka og höfundarréttar er kastljósinu beint að möguleika bókarinnar til að breyta lífi okkar til hins betra og að þeim sem framleiða þær,” segir Irina Bokova, forstjóri UNESCO.

Bækur opna dyr og geta jafnvel breytt lífi. Bækur eru grundvöllur símenntunar alla æfi, þær opna dyr að þekkingu og eru gluggi að arfleifð hverrar þjóðar. Bækur eru ómetanlegur vettvangur tjáningarfrelsis og frjáls flæðis upplýsinga. Þær sýna okkur fjölbreytni menningarinnar og eru tæki tjáskipta.

”Á undanförnum mánuðum höfum við orðið vitni að árásum á skólabörn og opinberum bókabrennum. Í þessu samhengi er það skylda okkar að herða á viðleitni okkar til að koma bókum, skriffærum, tölvum og lestri og skrift í hvaða formi sem er á framfæri með það að marmiði að berjast gegn ólæsi í því skyni að byggja sjálfbær samfélag og styrkja undirstöður friðar,” sagði Bokova.

 Mynd: John neyddist til að flýja þegar Boko Haram skæruliðar réðust á heimaþorp hans. Hann stundar nú skóla sem UNICEF styður í búðum fyrir fólk sem flosnað hefur upp innanlands í Nígeríu. Hann er ákveðinn í að verða prestur og hafa jákvæð áhrif á samfélag sitt.  UNICEF/Esiebo