Ban hljóp með Ólympíukyndilinn

0
567

Olympics

27. júlí 2012. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hljóp í gær með Ólympíukyndilinn um götur Lundúna. Að venju hófst boðhlaup með því að kveikt var í kyndli með Olíumpíueldinum á upphafsstað leikanna í Ólympíu í Grikklandi en í kvöld lýkur boðhlaupinu með því að Ólimpíueldurinn verður tendraður og 30. Ólympíuleikarnir á vorum tímum settir í Lundúnum.

Ban Ki-moon, hljóp tvö hundruð metra vegalengd með kyndilinn. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti einróma í október á síðasta ári hvatningu til allra 193 aðildarríkja að fara að dæmi Grikja hinna fornu og slíðra sverð og virða vopnahlé á meðan Ólympíuleikarnir standa yfir.

Ljósmynd: Ban Ki-moon leggur sitt lóð á vogarskálarnar og tekur við Ólympíu-kyndlinum í Lundúnum í gær. SÞ-mynd/Eskinder Debebe