Ban hvetur Bandaríkin, Kína, Indland og Evrópu til forystu í loftslagsmálum

0
429

 Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna brýndi Bandaríkin, Kína, Indland og Evrópu til að taka að sér “hnattræna forystu á æðstu stigum” til að skera upp herör gegn loftslagsbreytingum.

Ban lét þessi orð falla á blaðamannafundi í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna 10. febrúar þar sem hann skýryði frá viðræðum við ráðamenn að undanförnu, en framkvæmdastjórinn hefur ferðast víða að undanförnu.

“Við megum engan tíma missa,” sagði Ban og minnti á að stefnt væri að því að nýr loftslagssáttáli til að leysa Kyoto-bókunina af hólmi ætti að vera tilbúinn á loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn í desember. “Bandaríkin, Kína, Indland og Evrópusambandið verða öll að sýna fordæmi. Við verðum að koma til móts við þá sem eiga erfiðast með að aðlagast."