Ban Ki-moon hvetur nýja kynslóð til að fara betur með jörðina en hans kynslóð hefur gert

0
499

1. mars 2007  Ban Ki-moon hvatti í dag ungu kynslóðina til að fara betur með plánetuna jörð en hans kynslóð hefur gert í ljósi hlýnunar jarðar.

 
“Við eigum öll hlut að máli þegar hlýnun jarðar er annars vegar. Ósjálfbærar venjur okkar standa djúpum rótum í hversdagslífi okkar. Verði ekki gripið til aðgerða, munu komandi kynslóðir súpa seyðið og ykkar kynslóð verður sú fyrsta”, sagði Ban  á fundi með námsfólki í fundarsal Allsherjarþingsins í New York.

“Það væri mjög óréttlátt að skila slíkum arfi og við verðum öll að taka höndum saman til að hindra að slíkt gerist. Eins og staðan er nú mun það taka áratugi, jafnvel aldur að bæta þann skaða sem unninn hefur verið á vistkerfi okkar – og það tekst aðeins ef við grípum nú þegar til aðgerða,” sagði Ban Ki-moon

 

Sjá nánar: http://www.un.org/apps/news/story.asp?NewsID=21720&Cr=global&Cr1=warming