Ban Ki-moon hvetur til tafarlausra aðgerða og langtíma áætlana til að stemma stigu við hækkandi mata

0
505

4. apríl 2008 –Ban Ki-moon framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hvatti í dag bæði til tafarlausra aðgerða og langtíma áætlana til að bregðast við þann vanda sem við blasir vegna hækkandi matarverðs um allan heim. Hann varaði við því að milljónir manna gætu sokkið dýpra í fen fátæktar með alvarlegum pólitískum afleiðingum meðal annars fyrir öryggi heimsins.

 Ban Ki-moon á fundinum í New York ásamt  Ransford Smith frá UNCTAD á fundinum í New York.

Það ríkir nú neyðarástand í fæðuframboði í heiminum og vandinn fer hraðvaxandi,” sagði Ban Ki-moon í ávarpi á sameiginlegum fundi Efnahags- og félagsmálaráðs SÞ (ECOSOC), Bretton Woods-stofnananna og Viðskipta- og þróunar ráðstefnu SÞ (UNCTAD) í New York.    
“Við þurfum ekki eingöngu að grípa til skammtíma aðgerða til að mæta brýnustu þörfum og koma í veg fyrir hungurs neyð á mörgum svæðum í heiminum. Við þurfum líka að auka framleiðni til lengri tíma ekki síst í kornrækt,” sagði framkvæmdastjórinn og vitnaði í hækkanir á heimsmarkaðsverði á matvælum og aðvaranir Alþjóðabankans um að sjö ára starf í baráttunni við fátækt væri að fara í súginn. 
“Alþjóða samfélagið þarf að grípa til brýnna og samhæfðra aðgerða í ljósi pólitískra afleiðinga þessarar vaxandi kreppu ekki síst á öryggi heimsins. Sameinuðu þjóðirnar verða að skilgreina leiðir til þess að visa veginn út úr þessum vanda bæði til skemmri- og lengri tíma litið.”