Ban Ki-moon til Myanmar

0
427

 

Búist er við að Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna komi til Myanmar á fimmtudag til að heimsækja þau svæði sem orðið hafa harðast úti í fellibylnum Nargis.

Starfsmaður Flóttamannahjálpar SÞ (UNHCR) við störf í Myanmar

Hann mun eiga fundi með helstu ráðamönnum. Markmið Ban er að efla hjálparstarf og finna leiðir til að koma alþjóðlegri hjálp til skila á skilvirkari hátt og vinna með yfirvöldum að því að greiða leið fyrir flutningi hjálpargagna frá Yangon til óshólma Irrawaddy. Allt að 2.4 milljónir manna eiga um sárt að binda vegna fellibylsins og 130 þúsund eru látnir eða er saknað.

Ban hefur gefið í sameiginlega yfirlýsingu með formanni Samtaka ríkja suð-austur Asíu (ASEAN) þar sem tilkynnt er um ráðstefnu í Yangon á sunnudag til að safna fé til að glíma við afleiðingar fellibylsins.

Í yfirlýsingunni segir að á ráðstefnunni verði leitað eftir alþjóðlegum stuðningi og fjárhagsaðstoð “til að mæta brýnustu erfiðleikum og leita langtíma lausna.” Ban og formaður ASEAN hvetja alþjóðasamfélagið til að “standa undir væntingum og sýna samtöðu í verki með því að hjálpa íbúum Myanmar að komast klakklaust út úr þessum harmleik og endurreisa samfélag sitt.”

John Holmes, samræmandi mannúðaraðstoðar Sameinuðu þjóðanna heimsótti þrjú svæði sem urðu fyrir barðinu á fellibylnum, þar á meðal Labutta borga á óshólmasvæðinu. Stofnanir Sameinuðu þjóðanna í Myanmar skýra frá því að árangur hafi náðst í því að ná til fórnarlamba fellibylsins en nauðsynlegt sé að efla hjálparstarf. 

Alþjóða heilbrigðismálastofnunin  (WHO) segir að opinber tala látinna og horfinna sé nú rúmlega 132 úsund auk þess sem 19 þúsund séu slasaðir.