Ban segir að efla bera félagslegt réttlæti

0
657
SocialJustice1

SocialJustice1

19.febrúar 2016. Alþjóðlegur dagur helgaður félagslegu réttlæti er haldinn 20.febrúar, á vettvangi Sameinuðu þjóðanna.

Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri samtakanna segir að útilokun og ójafnrétti færist í vöxt í heiminum

“Félagslegt réttlæti verður að vera miðlægt í öllu okkar starfi,” segir Ban í ávarpi á alþjóðadeginum.

“Nú þegar útilokun og ójöfnuður færast í vöxt, verðum við að efla viðleitni okkar í að tryggja að allir, án nokkurar mismununar, geti öðlast tækifæri til að bæta líf sitt og annara. Við verðum að byggja upp samfélög í þágu allra, efla sómasamlega atvinnu, treysta félagslega vernd og hlúa að fólki sem lifir á jaðri samfélagsins.”

Ban segir að stefna beri að sjálfbærri velmegun og félagslegu réttlæti í heiminum og um leið draga úr þeirri hættu sem stafar að umhverfinu. Skapa verði nýja sýn í efnahagsmálum sem henti betur núverandi aðstæðum í heiminum.