Ban: Staðfestið hafréttarsáttmálann

0
440

Oceans
8. júní 2012 Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hvetur þau ríki heims sem ekki hafa þegar gert það, til að staðfesta Hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna. Í ávarpi á degi hafsins 8. júní segir framkvæmdastjórinn að besta leið til að halda upp á daginn sé að þessi ríki staðfestu sáttmálann sem hann kallaði “lifandi minnismerki um ágæti alþjóðlegrar samvinnu”.

Haldið er upp á dag hafsins að þessu sinni á sama tíma og fagnað er þrítugs afmæli Hafréttarsáttmálans.

Vernd úthafanna og strandsvæða er eitt helsta viðfangsefni Rio + 20, Ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem hefst í Rio de Janeiro innan tveggja vikna.

“Það verður að fylkja liði Sameinuðu þjóðanna, ríkisstjórna og annara hagsmunaaðila til að bæta stjórnun og vernd hafanna með aðgerðum til að hamla ofveiði, bæta verndun umhverfis sjávar og draga úr mengun hafsins og áhrifum loftslagsbreytinga,” segir Ban í ávarpi sínu.