Ban: tími samningamanna er á þrotum

0
448
Ban Fabius

Ban Fabius
27.ágúst 2015. Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur hvatt aðildarríki til þess að „hraða samningaviðræðum“ til að hægt verði að ganga frá nýjum Loftslagssáttmála á ráðstefnu samtakanna í París í desember.

„Við höfum ekki mikinn tíma, það eru aðeins um hundrað dagar eftir til að klára viðræðurnar,“ sagði Ban á blaðamannafundi í París með utanríkisráðherra Frakklands og umhverfisráðherra Perú sem eru í forsæti ráðstefnunnar. „Í raun eru aðeins tíu dagar eftir sem eyrnarmerktir hafa verið viðræðum…ég vona sannarlega að samningamenn og ráðherrar horfi út fyrir þrönga þjóðarhagsmuni. Þess vegna hef ég beðið veraldarleiðtoga um að senda öflug skilaboð til að hraða viðræðum. Ég hvet ráðherra allra ríkja til þess að setja samningamönnum skýr markmið.“

Aðalframkvæmdastjórinn sagðist hafa flutt Hollande, forseta Frakklands, Merkel, kanslara Þýskalands og Humala, forseta Perú þessi skilaboð en hann hitti þau þrjú að máli í París í gær.

Ban benti á að í raun hafi viðræður staðið yfir í meir en 20 ár. „Parísar-ráðstefnan er lokatakmarkið til að ná því metnaðarfulla alheimssamkomlagi í loftslagsmálum sem aðilldarríki hafa lofað fimm sinnum að innsigla. Við höfum ekki meiri tíma til að sóa. Aðildarríki og samningamenn hafa látið sem allt sé með felldu og hafa haldið áfram eins og þeir hafa gert síðustu 20 ár. Við höfum ekki meiri tíma. Við megum engan tíma missa.“

Mynd: Ban á blaðamannafundi ásamt Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands og Manuel Pulgar-Vidal, umhverfisráðherra Perú. SÞ-mynd/Evan Schneider.