Ban varar við andúð á innflytjendum

0
415

 

Ban migration

19.febrúar 2015. Ban Ki-moon, aðalframkvæmastjóri Sameinuðu þjóðanna  varaði í dag við því að andstæðingar innflytjenda og öfgamenn þrífist á óumburðaralyndi hvers annars” með banvænum afleiðingum.

Hann sagði í ræðu á ráðstefnu sem Bandaríkjastjórn hélt í Washington um ofbeldishneigðar öfgastefnur að alþjóðasamfélagið yrði að taka höndum saman.

Sameinuðu þjóðirnar vinna að því að leggja brýr á milli manna. Hafið hugfast að þegar leiðtogar hvetja samfélög til að einangra sig eða hlaupast á brott, fagna öfgamenn.”

Aðalframkvæmdastjórinn tilkynnti að Sameinuðu þjóðirnar myndu kynna heildstæða áætlun til að verjast ofbeldishneigðum öfgastefnum á Allsherjarþinginu síðar á þessu ári.

Fyrsta skrefið verður að boða til fundar á næstu mánuðum þar sem trúarleiðtogar heimsins munu ræða eflingu gagnkvæms skilnings og sátta.  

Í ræðunni sagði Ban Ki-moon að enginn vafi léki á því að nýjar hryðjuverkasveitir á borð við Íslamska ríkið og Boko Haram væru alvarleg ógn við frið og öryggi í heiminum.

Hann sagðist sjá  fyrir sér fjórar brýnar aðgerðir sem grípa yrði til í því skyni að vernda fólk og viðhalda mannlegri reisn.

Í fyrsta lagi þyrfti að grafast fyrir ræturnar ef vinna ætti bug á ofbeldis-öfgum.

….þeir sitja fyrir óánægðu ungu, atvinnulausu fólki sem hafa litla tilfinningu fyrir að eiga heima þar sem það fæddist. “

Í öðru lagi verður baráttan gegn öfga-ofbeldi að haldast í hendur við eflingu mannréttinda.

,Aftur og aftur höfum við orðið vitni að helsta aðdráttarafl öfganna eru sjálfar aðgerðirnar sem beitt er gegn þeim. Rúmar skilgreiningar á hryðjuverkum eru oft og tiðum skálkaskjoðl til að gera útlæga lögmæta stjórnarandstöðuöfl, borgaraleg samtök og verjendur mannréttinda…Öfgamenn ýta undir slík viðbrögð. Og við megum ekki falla í gryfuna.”

 Í þriðja lagi er þörf á heildstæðri nálgun. 

,Vera má að flugskeyti grandi hryðjuverkamönnum. En góðir stjórnunarhættir eru banamein hryðjuverka. Mannréttindi, ábyrgar stofnanir, jafnræði í útvegun þjónustu og pólitísk þátttaka eru okkar öflugustu vopn.“

Fjórða atriðið  sem aðalframkvæmdastjórinn sagði nauðsynlegt, væri að takast á við vandann á heimsvísu. Öll ríki heims, ásamt heimshluta- og alþjóðasamtökum, auk pólitískra-, trúarlegra-, fræðilegra- og borgaralegra leiðtoga , verða að taka höndum saman um marghliða viðbrögð þar sem virðing fyrir mannréttindum og mannúðarlögum, er í fyrirrúmi.”