Barcelona eða dauðinn – leiðin langa til Evrópu

0
420

 1. Spanish coastguard intercepting Senegalese pirogue with migrants at Tenerife. Photo UNHCR A.Rodriguez

Júní 2014. Nýleg stóraukning á komu innflytjenda til Ítalíu hefur verið sem olía á eld umræðunnar um sameiginlega landamæragæslu Evrópusambandsins.

Ellen Flickr Noborder Network Fuerteventura 2.0 Generic CC BY 2.0Brotin hefur verið til mergjar sameiginleg ábyrgð Evrópusambandsins á landamærum, möguleg mannréttindabrot landamæragæslunnar FRONTEX auk hugmynda um að koma up landamærum með gaddavír og glerbrotum.
Mannréttindasamtök hafa fagnað svokölluðu Mare Nostrum frumkvæði Ítala sem að sama skapi hefur sætt gagnrýni flokka yst á hægri kantinum sem telja að fæling felist í því að menn hætti lífinu við að reyna að komast ólöglega til Evrópu.

En hvers vegna tekur fólk þessa áhættu sem getur kostað það lífið? Ein ástæðan er einfaldlega sú að þó hrakningar innflytjenda veki mesta athygli, tekst sumum þeirra ætlunarverk sitt og fá landvistarleyfi jafnvel aftir áralanga bið,  og senda margir hverjir peninga heim. Líf margra í Evrópu er strit en samt betra líf en það sem býðst í heimahögunum.

Norræna fréttabréf UNRIC tók Moussa Diouf tali en hann er einn fjölmargra ungra Senegala sem hafa látið sig hafa það að fara sjóleiðina til Evrópu. Fyrir nokkrum árum slóst hann í för með alls áttatíu og tveimurOrange thing UNCHR Phil Behan öðrum og steig um borð í fiskibát (svoakallaða pirogues) og tókst að komast nokkurn veginn klakklaust til Evrópu.

Atvinnuleysi var ekki ástæða brottfararinnar, því Diouf hafði vinnu og var virkur í stjórnmálum en hann vann við kosningabaráttu Abdoulaye Wade, þá verðandi forseta Senegals árið 2000.
Ég var búinn að fá nóg af þáverandi stjórn. Fyrir kosningarnar 2000 höfðum við öll mikla trú á Abdoulaye Wade, sem hafði verið lengi í stjórnarandstöðu og honum tókst að verða forseti.”
En vonir véku skjótt fyrir vonbrigðum. Spilling þreifst sem aldrei fyrr og Diouf var sjálfur svikinn. Það eru mörg vandamál að glíma við og maður kyngir aftur og aftur stoltinu, en einn góðan veðurdag varð mælirinn fullur. Wade sveik kjósendur sína,” segir Moussa .
Það vilja ekki allar fjölskyldur sjá á eftir sonum sínum í áhættusama ferð til Evrópu en móðir Moussa skildi hann. Þegar hann frétti að pirogue” – fiskibátur- væri á förum til Spánar, ákvað hann að láta til skarar skríða og lét fjölskylduna vita.
Ég sagði einfaldlega: Barca wala Barsakh” sem þýðir Barcelona eða gröfina. Allt eða ekkert.”

2. Senegalese fishing boat Photo Flickr Goodwines 2.0 Generic CC BY-NC-ND 2.0Perluhænan skyldi fyrst í land.Mamma mín skildi mig, hún fann til með mér og skildi að ég vildi fara. Hún gaf mér blessun sína. Ég borgaði 500 evrur fyrir farið og við bræðurnir lögðum í hann.” Pirogue-báturinn hélt frá bænum Djokkoul klukkan þrjú að nóttu. Leitað var ráða hjá Marabout – andlegum og trúarlegum leiðtoga. Hann kvað upp úr um það að til þess að ferðin tækist, yrði perluhæna að vera með í för og hennar þarfir yrðu að koma á undan þörfum allra annara. Og perluhænan skyldi verða fyrst í land.
Moussa tók með sér sjómannsklæði – regnjakka og buxur og innan undir var hann í sínum venjulegu fötum. Annað tók hann ekki með. Skipuleggjandi ferðarinnar sagði að nægur matur og vatn væri meðferðis. Frosinn fiskur, hrísgrjón, grænmeti, te, og sykur voru um borð og prímus. Vatn var á stórum brúsum og fólk skiptist á að elda mat.

Við veiddum ekki og eftir nokkra daga var fiskurinn farinn að úldna. En við áttum hrísgrjón og grænmeti. Engum datt svo mikið sem í hug að hreyfa við perluhænunni. Fyrsta vandamálið var þegar vatnið þraut.”
Einhver í bátnum hafði notað drykkjarvatn til þvotta og síðustu þrjá dagana var ekki deigur dropi eftir um borð. Sumir ofþornuðu, sumir fóru að sjá ofsjónir. Og vatnsleysið varð til þess að ekki var hægt að elda.

Reynt var elda úr vatni úr sjónum en maturinn var óætur. „Við reyndum að sykra til að vega upp á móti seltunni, en allt kom fyrir ekki. En þá kom okkur bræðrum til hugar að gufusjóða hrísgjrón og sykra þau og hnoða hrísgrjónabollur. Svona lifðum við þetta af. ”

Til Spánar í beinni.Sjöunda júní komum við til Tenerife. Strandgæslulið Guardia Civil umkringdi okkur á bátum sínum og það voru blaðamenn í hópnum á sínum eigin bátum. Euronews tók myndir af okkur og það kom á daginn að ég sást í sjónvarpinu heima og allir í Boat UNHCR Phil Behan Senegal storyhverfinu heima vissu hvað klukkan sló, að ég væri farinn,” segir Moussa. Það er best að segja fólki ekki neitt þegar maður leggur í hann, heldur snúa aftur með reisn eftir að hafa sparað fyrir húsi eða fyrrirtæki. Þannig hafði ég hugsað mér að nágrannarnir fréttu að ég hefði farið til Evrópu, en þetta var allt í sjónvarpinu.” Báturinn var færður að landi. Guardia Civil kastaði strax vatnsflöskum til Moussa og ferðafélaga hans. Rauða kross-fólkið beið í höfninni en landganga tafðist því maraboutinn hafði mælt svo fyrir að perluhænan skyldi fyrst í land. Hún var því rétt fram í skutinn.

Svo óheppilega vildi til að fuglaflensufárið var í hámarki. Enginn fékk því að ganga á land því fugl var jú um borð. Að lokum kom kona í hlífðarklæðum og tók við perluhænunni sem hún setti í plastpoka og fór svo með hana í land og kröfum maraboutsins var fullnægt. Eftir það fengum við að fara í land,” segir Moussa. ”Enginn stóð í fæturna lengur af sjóriðu eftir viku á sjó.”

Kvæntur í Frakklandi. Þvi næst var bakgrunnur og saga hvers og eins skráð og allir fluttir í búðir á meðan farið var yfir mál hvers og eins. Hópurinn dvaldi við góðan kost í búðunum. Moussa hafði heppnina með sér því eftir 40 daga fékk hann dvalarleyfi á Spáni og í dag er hann einn af þeim þúsundum sem sendir peninga heim til fjölskyldu í Dakar. Marga dreymir um svo árangursríka ferð til Evrópu en slíkar ferðir verða sífellt toveldari.

Migrants UNHCR Phil Behan Senegal storySé ég eftir þessu? Alls ekki“, segir Diouff sem kvæntist franskri konu og býr nú í Frakklandi. Vandamálin sem ég snéri baki við eru enn til staðar, jafnvel þótt Wade hafi látið af völdum og Macky Sall tekið við. Ef allt væri með felldu, myndi ungt fólk ekki yfirgefa landið. Við verðum að hafa kjark til að skora stjórnir okkar á hólm og krefjast svara um í hvað peningunum er eytt. Sá sem stígur um borð í bátinn, veit að hann leggur lífið að veði – maður gerir það aðeins ef maður á einskis annars kost. Ég er ánægður með líf mitt í dag – en þetta er ekki það líf sem mig dreymdi um.”

Moussa Diouff er ekki rétta nafn mannsins. Ljósmyndirnar eru af svipaðri för „pirouge“ til Spánar.