Bein útsending frá kosningu til öryggisráðsins

0
499

Föstudaginn 17. október fer fram kosning á allsherjarþingi Sameinuðu
þjóðanna í New York um sæti í öryggisráðinu. Eins og öllum er kunnugt
um er Ísland í framboði, nánar tiltekið um sæti Vestur-Evrópuríkjahópsins (WEOG)
fyrir kjörtímabilið 1. janúar 2009 – ársloka 2010.

Einungis er um tvö sæti að ræða, en þrjú ríki eru um hituna: Ísland,
Austurríki og Tyrkland.

Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi vill af því tilefni bjóða
félagsmönnum sínum til kosningavöku í Miðstöð Sameinuðu þjóðanna,
Laugavegi 42, 2 hæð. Herlegheitin hefjast klukkan 14:00 en um er að ræða
opið hús, þ.e. fólk getur komið og farið eftir hentisemi.

Á kosningavökunni verður sjónvarpað beint um netið frá 28. fundi 63.
allsherjarþingsins og varpað á tjald í Miðstöð SÞ í Reykjavík.
Sérfræðingar munu halda stutt erindi á meðan beðið verður eftir fyrstu
tölum, auk þess sem staða mála verður greind þegar atkvæði liggja
fyrir.

Aðgangur ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.

—————————————————————

Nánari upplýsingar veitir Guðrún Helga Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri
Félags Sameinuðu þjóðanna sími:821-3478