Bíó Paradís sýnir verðlaunamyndina „Á morgun”

0
469
Demain MAIN PIC

Demain MAIN PIC
2.júní 2016. Franska verðlaunamyndin „Á morgun“ sem farið hefur sigurför um heiminn, verður sýnd í Bíó Paradís 7.júní í tilefni af Alþjóða umhverfisdeginum.

Myndin fjallar um jákvæð viðbrögð venjulegs fólks víða um heim, þar á meðal á Íslandi, við hnattrænum vandamálum á bor

Demain poster SMALL

ð við loftslagsbreytingar og ósjálfbæra lifnaðarhætti. Aðgangur er ókeypis.

Umræður fara á eftir en í þeim taka þátt Guðni Jóhannesson, orkumálastjóri, Ragna Benedikta Garðarsdóttir, lektor og Áslaug Guðrúnardóttir, blaðamaður. 

Myndin er sýnd í tilefni af Alþjóða umhverfisdeginum sem er 5.júní í samvinnu Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC), franska sendiráðsins á Íslandi, Félags Sameinuðu þjóðanna og Bíó Paradís með stuðningi utanríkisráðuneytisins.

„Á morgun” (Demain) hefur slegið í gegn víða um heim. Meir en ein milljón manns hefur séð myndina og 150 þúsund manns fylgjast með Facebooksíðu hennar. Leikstjórarnir Melanie Laurent og Cyril Dion fengu César, frönsku kvikmyndaverðlaunin fyrir bestu heimildarmyndina á dögunum.

Alls verða þrjár sýninga í Bíó Paradís á myndinni sem er á ensku. Að lokinni frumsýningu 7.júní klukkan 20 í Bíó Paradís verða umræður um efni myndarinnar. Á meðal þáttakenda verða Guðni Jóhannesson, orkumálastjóri, Ragna Bendikta Garðarsdóttir, lektor í sálfræði, sem rannsakað hefur hegðun fólks andspænis loftslagsbreytingum og Áslaug Guðrúnardóttir, blaðamaður og höfundur bókarinnar Minimalískur lífstíll. Aðgangur er ókeypis. Myndin verður síðan sýnd tvívegis til viðbótar í Bíó Paradís.

Sjá nánar um „Demain“ hér: https://www.unric.org/is/frettir/26725-haettum-ae-biea-og-hefjumst-sjalf-handa

Heimasíða myndarinnar: http://www.demain-lefilm.com/en

Facebooksíða myndarinnar: https://www.facebook.com/demain.lefilm/?fref=ts

Brot úr myndinni: https://www.youtube.com/watch?v=NUN0QxRB7e0