Blá Evrópa á degi Sameinuðu þjóðanna

0
624
75 ára afmæli SÞ
Dómkirkjan í Helsinki böðuð í bláu á degi Sameinuðu þjóðanna á sjötugsafmælil samtakanna.

Byggingar og mannvirki um gjörvalla Evrópu verða lýst upp með bláum lit Sameinuðu þjóðanna til að minnast 75 ára afmælis samtakanna 24.október 2020.  

Leitað er til aðila um alla Evrópu og hafa nú þegar fjölmargir gengið til liðs við þessa hreyfingu. Á Íslandi hafa Háskóli Íslands, Harpa, Höfði, Dómkirkjan og Akureyrarkirkja staðfest þátttöku sína. Verða byggingar þeirra baðaðar í bláu 24.október. Búast má við að fleiri hér á landi og víðar bætist í hópinn – enda er öllum frjálst að vera með.

Dagur SÞ

24.október er dagur Sameinuðu þjóðanna en þann dag gekk sáttmáli Sameinuðu þjóðanna formlega í gildi árið 1945.

Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna fyrir V-Evrópu í Brussel (UNRIC) hefur frumkvæðið að þvið  að minnast afmælisins með þessum hætti. Herferðin TURN EUROPE UN BLUE felst í að baða kunnar byggingar, brýr, turna, kirkjur og kastala í bláa lit Sameinuðu þjóðanna.

„Við höfum trú á því að þetta frumkvæði, með þátttöku ykkar, fylki liði fólks um allan heim,“ segir Fabrizio Hochschild, framkvæmdastjóri hjá Sameinuðu þjóðunum og sérstakur ráðgjafi aðalaframkvæmdastjórans. „Þessi táknræna aðgerð er stuðningur við grundvallarhugsjónir Sameinuðu þjóðanna um frið, sjálfbæra þróun, mannréttindi og fjölþjóðlega samvinnu á óvissum tímum.“

Á meðal annars staðfestra mannvirkja má nefna Ráðhús Brussel á Grand Place og Egmont höll (Belgía), Friðarhöllina í Haag (Holland) Dyflinnar-kastali (Írland(, Stormont-kastali í Belfast, Wales Millennium Centre í Cardiff, Manchester Central Convention Complex (Bretland), Ráðhús Madridar, Borgarmúrar Malaga (Spánn), Belem-turn í Lissabon (Portúgal), Gamla ráðhúss Bonn (Þýskaland),  Palais des Nations, Genf (Sviss) og er þá fátt eitt talið.

Nánari upplýsingar veitir Árni Snævarr, yfirmaður Norðurlandasviðs UNRIC [email protected] og 00-32-497458088

Almenningur er hvattur til að deila ljósmyndum af þessum atburði og deila með okkur í tölvupósti [email protected]