Blanchett verður málsvari flóttamanna

0
465
Cate

Cate

3. maí 2016. Óskarsverðlauna-leikkonan Cate Blanchett hefur verið skipuð góðgerðasendiherra Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna.

Tilkynnt var um skipanina eftir för Blanchett til Jórdaníu þar sem hún kynnti sér mannúðaraðstoð við flóttamenn sem flúið hafa átökin í Sýrlandi. Hún ræddi við sýrlenskar fjölskyldur til að heyra frá fyrstu hendi um kjör flóttafólks.

„Ég er afar stolt af því að taka að mér þetta hlutverk,“ segir Blanchett í viðtali á myndbandi sem sjá má hér á síðunni. „Það hefur aldrei verið þýðingarmeira að sýna flóttamönnum samstöðu. Við lifum á tímum sem eiga sér ekki líka í sögunni og krefjast þess að við deilum ábyrgðinni á heimsvísu. Við erum komin að vegamótum og þurfum að spyrja okkur hvert við ætlum; ætlum við að velja leið hlutteikningar eða leið þröngsýni?“

Blanchett bætti við að sem móðir kysi hún leið samúðar fyrir börn sín. „Það eru fleiri tækifæri, það er meiri bjartsýni og á þessari leið þokumst við

nær lausninni.“

Leikkonan tekur að sér sendiherrastarfið í þágu flóttamanna þegar 60 miljónir manna hafa orðið að flýja styrjaldarátök og ofsóknir en það er mesti fjöldi frá lokum Síðari heimsstyrjaldarinnar. Nærri 20 miljónir þessa fólks hefur leitað á náðir annara ríkja sem flóttamenn, þar af helmingurinn börn, en aðrir eru uppflosnaðir innan landamæra heimalanda sinna. Átökin í Sýrlandi vega þungt í þessum tölum en 4.8 milljónir Sýrlendinga hafa flúið til nágrannaríkjanna eða enn lengra.

Filippo Grandi, Flóttamannastjóri Sameinuðu þjóðanna segist himinlifandi yfir því að Blanchett hafi skipað sér undir merki samtakanna.  „Góðgerðasendiherrar leika mikilvægt hlutverk í því að efla skilning og stuðning almennings við málefni flóttamanna og það hefur aldrei verið meiri þörf á því að byggja brýr,“ segir Grandi.