Bóluefnið sem við bíðum öll eftir

0
678
Alþjóðleg bólusetningarvika
Bóluefni. Mynd; Loey Felipe

Árangursríkar bólusetningar eru ein helsta skrautfjöður læknavísindanna á heimsvísu. Hægt er að hindra úbreiðslu 20 lífshættulegra sjúkdóma með bólusetningum. Nú þegar haldið er upp á Alþjóðlega viku bólusetninga 24.-30.apríl bíður heimurinn í ofvæni eftir bóluefni við COVID-19.

Alþjóðleg bólusetningarvika Lífi milljarða manna hefur verið umturnað vegna útbreiðslu COVID-19 um allan heim. Fólk hefur mátt sæta einungrun og lokunum, félagslegri fjarlægð og smitrakningum og bíður þess í ofvæni að þessu linni.

Forsenda þess er bóluefni og vísindamenn um allan heim keppast við að komast að því hvernig hægt sé að bólusetja heimsbyggðina gegn kórónaveirunni nýju.

Alþjóðabankinn og CEPI-smitsjúkdómastofnunin í Osló stofnuðu í febrúar aðgerðahóp sem vinnur að fjármögnun og þróun bóluefnis. COVID-19 bóluefni gæti orðið það bóluefni sem þróað hefur með skótustum hætti í sögunnni. Fyrsti hluti tilrauna með bóluefni byrjuðu 16.mars og 23.apríl var byrjað að prófa hugsanlegt bóluefni háskólans í Oxford á mönnum.

Hingað til hefur verið varið 30 milljónum Bandaríkjadala í tilraunir með bóluefni. CEPI var stofnað meðal annars af ríkisstjórnum Noregs og Þýskalands. Þar á bæ eru menn vongóðir um að bóluefni verði tilbúið fyrir árslok. Heilbrigðisstarfsmenn og áhættuhópar verða í forgangi áður en kemur að almenningi í heiminum.

WHO varar við að aðrir smitsjúkdómar verði útundan

Alþjóðleg bólusetningarvika Á hverju ári eru meir en 116 milljónir eða 86% allra smábarna bólusett. Hins vegar eru 13 milljónir það ekki. Mikill meirihluti býr í stríðshrjáðum eða fátækum löndum. Jafnvel þegar best lætur er erfitt að ná til þessa fólks en nú þegar COVID-19 bætist ofan á, er það enn erfiðara.

Bólusetningarþjónusta hefur orðið að draga saman seglin og í sumum tilfellum orðið að hætta störfum. Eftir því sem bólusetningum fækkar, fjölgar faröldrum, þar á meðal á lífshættulegum sjúkdómum á borð við mislingum og lömunarveiki.

Alþjóða heilbrigðismálastofnunin, WHO, varar við því að vanrækja aðra smitsjúkdóma nú þegar baráttan gegn COVID-19 faraldrinum stendur sem hæst.  Nauðsyn þess að hafa tiltekið bil á mili fólks til að forðast COVID smit setur vissulega strik í reikninginni. Af þeim sökum leggur WHO til að fresta tímabundið bólusetningum þar sem ekki eru faraldrar lífshættulegra sjúkdóma í gangi sem hindra má með bólusetningu. En hins vegar verði að grípa til skjótra bólusetninga ef faraldur brýst út að lokinni vandaðri áhættugreiningu.

„Aðgangur að bóluefni hefur breytt samfélögum okkar til hins betra, en þetta eru lífsgæði sem verður að viðhalda til þess að þau verði varanleg, jafnvel á erfiðum tímum. Nú þegar reynir á þolrif heilbrigðiskerfa okkar og þau mega ekki við að það brjósti út faraldar sjúkdóma sem hindra má með bólusetningu,“ segir Dr Hans Kluge yfirmaður WHO í Evrópu.

 

 

https://www.youtube.com/watch?v=zoHOigIp94Q