Bólusetningar: Hægt að bjarga milljónum barna árlega

0
153
Vaccinaton2

Vaccinaton2

26.apríl .2016. Ert þú og fjölskylda þín að fá allar bólusetningar sem nauðsynlegar eru?

Staðreyndin er sú að mikill misbrestur er á þessu.

Vaccination1Bólusetningar bjarga mannslífum og ónæmisaðgerðir eru á meðal árangursríkustu . ódýrustu og skilvirkustu aðgerða til að tryggja að börn vaxi úr grasi og verði heilbrigt fullorðið fólk. Eitt af hverjum fimm börnum í heiminum nýtur ekki bólusetninga .

Ein og half milljón barna deyja af völdum sjúkdóma sem má koma í veg fyrri árlega með bólusetnningu.

Af þessum sökum hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHP) helgað alþjóðaviku tileinkaða bólusetningum 24.–30.apríl, aukinni þátttöku í bólusetningum gegn rauðum hundum og mislingum með það að markmiði að útrýma þessum sjúkdómum.

Á síðu Landlæknisembættisins kemur fram að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur áætlað að bólusetningar komi í veg fyrir 2–3 milljónir dauðsfalla árlega af völdum barnaveiki, stífkrampa, kikhósta og mislinga en um 85% barna í heiminum eru bólusett gegn þessum sjúkdómum. Á árinu 2014 er talið að um 115.000 einstaklingar hafi látist af völdum mislinga og um 100.000 börn fæðst með vanskapanir af völdum rauðra hunda, langflest þeirra óbólusett.

Á Íslandi hefur þátttaka í bólusetningu gegn mislingum og rauðum hundum verið 90–95%, en æskilegt er að þátttakan sé um eða yfir 95% til að Vaccinationshalda þessum sjúkdómum frá landinu. Mislingar greindust síðast á Íslandi 2014 og rauðir hundar 2012, en sýkingarnar bárust hingað erlendis frá.

Svo vel vill til að dagana 28.–29. apríl nk. verður haldin hér á landiNorræn ráðstefna um bólusetningar. Ráðstefnan er haldin annað hvert ár í einhverju Norðurlandanna. Á ráðstefnunni verður rætt um ýmis mál sem tengjast bólusetningum eins og notkun nýrri og eldri bóluefna, kostnaðarhagkvæmni bóluefna, heilsufarsskoðun og bólusetningar hælisleitenda, skortur bóluefna og samanburður á fyrirkomulagi bólusetninga á Norðurlöndunum.