Bretar súpa seyðið af Snowden-málinu

0
442

Journalist

14.febrúar 2014 Fjölmðilar eru frjálsastir í Finnlandi, Hollandi og Noregi ef marka má nýjan lista samtakanna Blaðamenn án landamæra. Ísland er í áttunda sæti.

Einu sæti á undan er Danmörk og Svíþjóð er í tíunda sæti.
Ýmislegt kemur á óvart; þannig er Bretland númer 33. Þar vegur þungt handtaka David Miranda, félaga Glenn Greenwald sem birti upplýsingalekann frá Edward Snowden. Bretar eru ekki þeir einu sem færast niður listann eftir að hafa reynt að uppræta „leka“, því Bandaríkjamenn færast niður þrettán sæti.
Sýrlandsmálið hefur einnig áhrif á listann. Sýrland er nú í 177.sæti listans. Ógnaröldin í Mið-Afríkulýðveldinu hefur sín áhrif og landið er númer 109 og hefur fallið um 34 sæti. Suður-Afríku þokast upp listann, um
11 sæti og er í 42.sæti og er ástæðan sú að Zuma, forseti hefur undirritað ný lög til verndar heimildarmönnum.