Brjóstagjöf gæti bjargað 800 þúsund börnum á ári

0
577
Breastfeed22222

Breastfeed22222
1. ágúst 2016. Talið er að annað hvort nýfætt barn í heiminum fái ekki móðumjólk á fyrstu klukkustundum eftir fæðingu, en slíkt er talið auka lífslíkur barnsins til muna.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Helmingur nýfæddra barna í heiminum eða 77 milljónir á ári hverju er ekki settur á brjóst á fyrstu klukkustundinni eftir fæðingu.

Þar með fá börnin ekki nauðsynleg fæðuefni og mótefni og líkur á dauða aukast til muna. Að sögn UNICEF aukast líkur á að barn deyj á fyrstu 28 dögum æfinnar um 40% ef barnið fær ekki brjóstamjólk frá tveimur til tuttugu og þremur tímum eftir fæðingu. Ef lengra en 24 tímar líða eða meira aukast líkurnar um 80%. 

„Brjóstagjöf skömmu eftir fæðingu getur skilið á milli lífs og dauða,“ segir France Bégin, næringarráðgjafi hjá UNICEF. „Hægt væri að bjarga 800 þúsund lífum á ári, ef öll börn fengju einungis brjóstamjólk frá fæðingu og til sex mánaða aldurs,“ bætir hún við.

Brjóstamjólk er ígildi fyrstu bólusetningarinnar, fyrsta og besta mögulega vernda gegn sjúkdómum. Á brjósti fá börnin helstu næringarefni mótefni og beina snertingu við hörund móðurinnar sem verndar þau gegn sýkingum.
En frestun þessarar fyrstu snertingar minnkar ekki aðeins lífslíkur barnsins, heldur verður til að minnka mjólkina og draga úr líkum á að barnið nærist eingöngu á henni.
UNICEF kynnti þessar tölur í tilefni af Alþjóðlegri viku brjóstagjafar 1.-7.ágúst, sem haldin er í 170 ríkjum í því skyni að efla brjóstagjöf og bæta næringu nýbura.