Brjóstakrabbamein orðið algengasta krabbameinið

0
884
Alþjóða krabbameinsdagurinn
Angiola Harry/Unsplash

Tíðni brjóstakrabbameins er orðin meiri en lungnakrabba að því  er fram kemur í gögnum sem gefin hafa verið út í aðdraganda Alþjóða krabbameinsdagsins 4.febrúar.

Alþjóða heilbrigðismálastofnunin og samstarfsaðilar hennar á hverjum stað hyggjast bregðast við með enn öflugri mótspyrnu gegn brjóstakrabbameini.

Alþjóða krabbameinsdagurinn Síðastliðna tvo árugi hefur heildarfjöldi fólks sem greinist með krabbamein nærri tvöfaldast í heiminum. Árið 2000 greindust 10 milljónir með krabbamein en 19.3 milljónir árið 2020.

Fimmta hver manneskja fær krabba á æfi sinni. Því er spáð að fjöldi þeirra sem fái krabbamein muni enn fjölga á næstu árum. Samkvæmt spám gæti fjöldinn orðið 50% hærri árið 2040 en 2020.

Sjötti hver deyr úr krabbameini

Fjöldi dauðsfalla af völdum krabbameins hefur líka aukist, úr 6.2 milljónum 2000 í 10 milljónir 2020. Fleiri en einn af hverjum sex dauðsföllum má rekja til krabbameins.

Breytingar á lífsstíl, svo sem óheilnæmt mataræði, ónóg hreyfing, tóbaksnotkun og misnotkun áfengis hafa stuðlað að fjölgun krabbameinstilfella. Ekki má þó heldur gleyma því að sífellt fleiri jarðarbúar ná háum aldri og þar með aukast líkurnar á að fá krabbamein.

Allt þetta er þess valdandi að enn þýðingarmeira er en ella að grípa til forvarna og snemmbærrar greiningar. Það á ekki síst við um brjósta- og leghálskrabbamein, og barnakrabbameins þar sem hægt er að grípa inn í ef greint er nógu snemma.

COVID-19 veldur usla

Úttekt WHO frá síðasta ári bendir til að krabbameinsmeðferð hafi raskast í meir en 40% ríkja vegna COVID-19 faraldursins. Niðurstöðurnar hafa verið staðfestar í síðar athugunum. Bendir flest til þess að tafir á greiningu séu mjög tíðar og krabbameinsmeðferð hafi raskast eða jafnvel stöðvast allvíða.