COP26: við hverju má búast við í Glasgow?

0
729
COP26
Mynd: Fredrika Carlsson/Unsplash

COP26, Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, hefst í Glasgow í Skotlandi í næstu viku. Við hvaða fréttum má búast við frá Glasgow? Hvað er það sem raunverulega er til umfjöllunar?

COP26 er stytting á Conference of the Parties og vísar til aðildarríkja að Rammasamningi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál (UNFCCC). 26 vísar til að ráðstefnan er sú 26.í ráðinu. Sú fyrsta fór fram í Berlín 1995 og hefur verið þingað árlega síðan, nema í fyrra vegna CO

Frá 31.október til 12.nóvember mun fólk hvaðanæva að flykkjast til Skotlands. Gestgjafarnir eru Stóra Bretland og Sameinuðu þjóðirnar með stuðningi Ítala sem áttu að hýsa ráðstefnuna í fyrra.

Parísarsamningurinn

Formlega er umræðuefnið að fara yfir árangur og áskoranir við að hrinda Parísarsamkomulaginu frá 2015 um viðnám í loftslagsmálum í framkvæmd.

COP26
François Hollande forseti Frakklands, Laurent Fabius utanríkisráðherra, Ban Ki-moon aðalframkvæmdastjóri SÞ og Christiana Figueres, forstjóri UNFCCC kynna niðurstöðu COP21 – Parísarsamninginn.

Fimm ár eru liðin frá því sögulega augnabliki í París þegar loftslagssamningurinn sem kenndur er við borgina var innsiglaður. Kjarni samkomulagsins eru svokölluð landsmarkmið (Nationally Determined Contributions/NDCs). Þar eru á ferðinni skuldbindingar einstakra ríkja til þess að ná markmðium samningsins. Þar er helst til að taka að hindra að hiti á jörðinni aukist um meira en sem svarar 2 gráðum á Celsius og helst ekki meir en 1.5.

Ríkisstjórnir heims samþykktu að endurskoða bæri loftslagsskuldbindignar á fimm ára fresti með tilliti til hversu vel eða illa gengi að ná markmiðunum. Auk þess að tryggja að þær væru í samræmi við nýjustu tækni og vísindi. Þetta er vissulega ekki einfalt verkefni. Engu að síður hefur fjöldi ríkja, aðallega lítil ríki sem standa höllum fæti, endurskoðað sín markmið með aukinn metnað að leiðarljósi.

„Þetta gefur mér von. Þetta er til marks um að Parísarsamningurinn virki og að mörg ríki vilji grípa til aðgerða til að takast á við loftslagsvána, eins og lofað var,“ segir Cassie Flynn loftslagsráðgjafi hja UNDP, Þróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna.

Viðhorfsbreyting

COP26Mörg teikn eru á lofti um að fordæmalaus viðhorfsbreyting eigi sér stað. Sum ríki eru að leggja kolanotkun á hilluna og þjóðarleiðtogar ræða loftslagsmálin sem aldrei fyrr. Ungt fólk, frumbyggjar og borgaralegt samfélag hafa tekið frumkvæðið og draga ríkisstjórnir og fyrirtæki til ábyrgðar.

Hins vegar bíður okkar tröllaukið verkefni. Gróðurhúsalofttegundir eru losaðar í andrúmsloftið sem aldrei fyrr og hitastigið undanfarin fimm ár hefur verið á meðal þess hæsta sem dæmi eru um. Muna meira þarf að gera tl að ná böndum á losun og aðlagaðast verstu áhrifum loftslagsbreytinga. Öllum þeim ríkjum sem menga mest ber að axla meiri ábyrgð.

Af öllum þessum ástæðum er ljóst að við ramman reip verður að draga á COP26. Ráðstefnuna átti að halda 2020 en fresta varð henni vegna heimsfaraldursins.

Fjármögnun

Eitt af helstu málefnum til umræðu á COP26 er fjármögnun aðstoðar við þróunarríki til að takast á við loftslagskreppuna.

Loftslasgbreytingar.
Loftslagsbreytingar eru eitt helsta úrlausnarefni samtímans.

Heimsfaraldurinn hefur fært okkur heim sanninn um að auðug ríki eru reiðubúin til þess að verja milljónum milljarða dala til að bregðast við og endurreisa. Þau hafa þó ekki staðið við fyrirheit um að veita fé til þróunarríkja vegna loftslag-viðbragða.

Árið 2015 lofuðu þróuð ríki að verja andvirði 100 milljarða Bandaríkjadala árlega frá 2020 að telja til að fjármagna loftslagsaðgerðir í þróunarríkjum. 2020 er liðið en ekki hefur verið staðið við loforðið.

Af þessum sökum verður að eitt helsta viðfangsefnið að þróuð ríki nái þessu markmiði í ár. Þetta er lágmarksupphæðin. Tryggja ber einnig að helmingur þessa þróunarfjár verðia eyrnamerkt aðlögunaraðgerðum. Að mati UNEP, Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna munu slíkar aðgerðir nú þegar kosta um 70 milljarða dala árlega.  Það liggur því í augum uppi að 100 milljarðar eru alls ekki nóg til að þróunarríki geti tekist á við afleiðingar neyðarástandsins í loftslagsmálum sem þau glíma nú þegar við.

Noregur loftslagsmálAnnað viðfangsefni snýst um 6.grein Parísarsamningsins um hvernig ríki geta notað alþjóðlega kolefnismarkaði til að draga úr losun sinni. Framþróun á þessu sviðið skiptir máli til að tryggja trúverðugleika Parísarsamningsins en á þessari stundu er langt í langt að sameiginlegum skilningi hafi verið náð á þessu sviði.

Á þessu ári má búast við umræðum um tap og skaða. Þar er átt við þær loftslags-afleiðingar sem eru stærri í sniðum en svo að hægt sé að aðlagast þeim. Hér er átt við loftslagshamfarir, á einstökum stöðum, fólksflutninga, mennignarlega eyðileggingu og atburði á borð við hægfara hækkun yfirborðs sjávar. Þróunarríki biðja um brýnan stuðning, bæði tæknilegan og fjárhagslegan til að mæta þessu tapi og eyðileggingu.

Loks verður auðvitað fylgst vandlega með síðustu landsmarkmiðum ríkja eftir þvi sem þau berast í þeirri von að metnaður aukist, ekki síst hjá þeim sem mest losa.

(Heimild: UNDP)