A-Ö Efnisyfirlit

COVID-19 bitnar harðast á konum

„Ógnvekjandi fyrirsagnir um aukið kynbundið ofbeldi vegna COVID-19 hafa sést um allan heim, en það er aðeins eitt dæmi um að stúlkur og konur hafa orðið hlutfallslega harðast úti í faraldrinum“, segir í grein eftir Pernille Fenger forstjóra Mannfjöldastofnunar Sameinuðu þjóðanna á Norðurlöndum. 

„Umskurður stúlkna og barna-hjónabönd voru dapurleg staðreynd áður en COVID-19 faraldurinn skall á, en nú bætist við að faraldurinn grefur undan viðleitni til að uppræta þessi skaðlegu fyrirbæri. Þess vegna eru enn fleiri stúlkur í hættu.

Mannfjöldadagurinn
Pernille Fenger, yfirmaður UNFPA á Norðurlöndum

Að auki hefur aðgangur kvenna að getnaðarvörnum vegna útgöngubanns eða tómra verslana aukið hættuna á óæskilegri þungun.

Um allan heim hafa umönnunarstörf að miklu leyti fallið í hlut kvenna. Þau hafa lagst af auknum þunga á konur því COVID-19 hefur haft í för með sér lokun skóla og aukna umönnunarþörf aldraðra.

Fleiri konur en karlar voru fyrir í óöruggum störfum og í óformlega hakgerfinu við götusölu, í húshjálp og smábúskap.  COVID-19 hefur enn grafið undan fjárhag þeirra.

Á Alþjóðlega mannfjöldadeginum í dag eru allir hvatt til að gefa hlutskipti kvenna og stúlkna í kjölfar COVID-19 gaum. Þessari hvatningu er hér með komið til skila.“

Sjá nánar um Alþjóðlega mannfjöldadaginn hér.

Fréttir

Frumbyggjar: Sanneiksnefndir og aukinn áhugi

Áhugi á frumbyggjum Norðurlanda hefur aukist verulega jafnt í alþjóðamálum sem menningum og listum á undanförnum áratugum. Annars vegar Inúitar á Grænlandi og hins vegar Samar í Finnlandi, Noregi og Svíþjóð og raunar einnig Rússlandi teljast til frumbyggja. Stjórn Grænlendinga í eigin málum hefur farið vaxandi og sannleiks- og sáttanefndir hafa verið stofnaðar eða eru í undirbúningi um málefni Sama í öllum þremur Norðurlanda þar sem þeir búa. 9.ágúst er alþjóðlegur dagur frumbyggja.

SÞ taka virkan þátt í hjálparstarfi í Líbanon

Sameinuðu þjóðirnar vinna náið með yfirvöldum í Líbanon við að takast á við afleiðingar...

Tími kominn til að binda enda á kjarnorkuvána

Þess er minnst á vettvangi Sameinuðu þjóðanna að 75 ár eru liðin frá kjarnorkuárásunum á japönsku borgirnar Hiroshima og Nagasaki. Í myndbands-ávarpi í dag vottaði António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna fórnarlömbum árásanna virðingu sína og lauk lofsorði á eftirlifendur og baráttu þeirra gegn kjarnorkuvopnum.

Þurfum meira á menntun að halda en nokkru sinni...

Skólar voru lokaðir í 160 ríkjum um miðjan síðasta mánuð og meir en 1 milljarður námsmanna naut ekki kennslu vegna COVID 19 faraldursins. „COVID-19 faraldurinn hefur haft í för með sér mestu truflun í sögu menntunar,” sagði António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna þegar hann fylgdi úr hlaði stefnumótunarskýrslu um stöðu  mennntunar á tímum faraldursins.

Álit framkvæmdastjóra