COVID-19: Fjöldi sveltandi fólks í heiminum tvöfaldast 

0
695
WFP hungur
Hjálparstarf WFP í Pakistan. Mynd: WFP:Amjad Jamal

Hungur og vannæring herjuðu á hundruð milljóna manna áður en COVID-19 faraldurinn reið yfir, en fjöldinn gæti nú tvöfaldast. 

David Beasley forstjóri WFP, Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna, hafði þegar varað við því að versta mannúðarkreppa frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar væri yfirvofandi á þessu ári ef ekki yrði að gert.

Fyrir faraldurinn taldi WFP að hungur blasti við 135 milljónum manna í 55 ríkjum vegna afleiðinga loftslagsbreytinga og efnahagskreppu.

130 milljónir í hættu

COVID-19, hungur
WFP brauðfæðir nærri 100 milljónir manna daglega. Mynd: WFP:Amjad Jamal

WFP telur að nú hafi 130 milljónir manna bæst í þann hóp sem sultur blasir við vegna félagslegra og efnhagslegra afleiðinga COVID-19 faraldursins.

Óttast er að fjórðungur milljónar muni þjást af völdum hungurs við lok þessa árs og 30 ríki bætist í hóp þeirra sem glíma við hungursneyð.

Arif Husain aðalhagfræðingur WFP segist hafa sérstakar áhyggjur af átakasvæðum.

„Þau þurftu ekki á COVID-19 að halda. Jafnvel án faraldursins hékk líf fólks á bláþræði. Ef við náum ekki að hjálpa þeim þá munu þau gjalda fyrir með lífi sínu.“

COVID-19 faraldurinn hefur sett strik í reikning hjálparsamtaka. Stofnanir Sameinuðu þjóðanna  eiga erfitt með að ná til fólks sem líður fyrir fæðuóöryggi. Til þess að ráða bót á því er þýðingarmikið að birgðaflutningakeðjur rofni ekki.”

WFP aðstoðar 100 milljónum á dag

COVID-19, hungur
Birgðaflutningageta WFP eykst enn nú þegar farþegaflug liggur víða niðri. Mynd: UN Photo:Logan Abassi

„Birgðaflutningar verða að halda áfram ef við ætlum að vinna bug á þessum faraldri og koma matvælum frá framleiðendum til þurfandi fólks,“ segir Beasley.

WFP hjálpar nærri 100 miljónum manna á hverjum degi og sér um birgðaflutninga fyrir hjálparstarf um allan heim. Hlutverk WFP hefur orðið enn mikilvægara en áður vegna COVID-19.

WFP hefur flutt búnað á borð við öryggisbúnað, greiningartæki og andlitsgrímur fyrir Alþjóða heilbrigðismálastofnunina (WHO) um allan heim. Farþegaflug hefur víða verið felt niður og þvi hefur það komið í hlut WFP að fljúga heilbrigðis- og hjálparstarfsfólki til landa sem glíma við neyð.

Þá hefur stofnunin einnig leitast við að leysa skóalmáltíðir af hólmi með heimsendum mat þar sem skólum hefur verið lokað.

Takist WFP að afla fjár er ætlunin að setja upp keðju birgða- og flutningamiðstöðva til að halda birgðaflutningkeðjunni gangandi alls staðar í heiminum.