COVID-19: Hálfur miljarður örbirgð að bráð

0
727

Meir en hálfur milljarður manna í heiminum er að verða örbirgð að bráð vegna kostnaðar við heilbrigðisþjónustu af völdum COVID-19. Óttast er að COVID-19 faraldurinn muni stöðva og snúa við þeim framförum sem orðið hafa í útbreiðslu almennrar heilbrigðisþjónustu í heiminum.

Þetta kemur fram í tveimur skýrslum Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) og Alþjóða bankinn gáfu út í gær.

Þær voru gefnar út á Alþjóðlegum degi heilbrigðisþjónustu í þágu allra 12.desember og sýna glögglega afleiðingar COVID-19 á aðgang að heilbrigðisþjónustu og greiðslu fyrir hana.

Í ávarpi á alþjóðlega deginum sagði António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna að nú þegar þriðja ár heimsfaraldursins færi í hönd væri brýnt að „efla heilbrigðiskerfi okkar til að tryggja jöfnuð, þanþol og getu til að mæta þörfum allra, þar á meðal á sviði geðheilbrigðis.“

Meiri og snjallari fjárfestingar

Hann bætti við að „höggbylgjur heilbrigðisvárinnar hafa komið harðast niður á þeim ríkjum sem skortir heilbrigðiskerfi sem geta útvegað gæðaþjónustu á viðráðanlegu verði fyrir alla.“ Hann benti á að ef ná ætti markmiðum um að allir jarðarbúar nytu góðs af heilbrigðisþjónstu fyrir 2030, þyrftu ríkisstjórnir að skuldbinda sig til að fjárfesta í og efla þær lausnir sem hefðu þegar sannað sig.

„Þetta þýðir meiri og snjallari fjárfestingar í grunni heilbrigðiskerfisins með áherslu á grunnheilbrigði, grunnþjónustu og jaðarhópa,“ segir Guterres.

„Ójöfn dreifing COVID-19 bóluefnis undanfarið ár er siðferðisbrestur á heimsvísu. Við verðum að læra af reynslunni. Heimsfaraldrinum lýkur ekki í einu einasta landi fyrr en hann er upprættur alls staðar,“ sagði oddviti Sameinuðu þjóðanna.

Berklar og mýrarkalda á uppleið

Árið 2020 lék heimsfaraldurinn heilbrigðiskerfi víðast hvar grátt. Margt hefur setið á hakanum og sem dæmi má nefna dró úr almennum bólusetningum í fyrsta skipti í tiu ár og dauðsföllum af völdum berkla og mýrarköldu (malaríu) fjölgaði.

„Jafnvel áður en heimsfaraldurinn braust út var hálfum milljarði þrýst niður í eða enn dýpra í örbirgð vegna kostnaðar við heilsugæslu. Stofnanirnar búast við að þessi fjöldi muni enn aukast,“ sagði í tilkynningu Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar og Alþjóða bankans um nýju skýrslurnar.

„Við megum engan tíma missa“ segir Tedros Adhanom Ghebreyesus forstjóri WHO. „Ríkisstjórnir hvarvetna verða tryggja að allir borgarar geti fengið aðgan að heilbrigðisþjónustu án þess að óttast fjárhagslegar afleiðingar.“

10% tekna í heilsugæslu

Í nýju skýrslunni er bent á að fjárhagserfiðleikar eiga eftir að aukast eftir því sem fátækt vex, tekjur minnka og ríkisstjórnir herða sultarólina.

„Meira að segja fyrir COVID-19 eyddi nærri 1 milljarður manna 10% af útgjöldum heimilisins í heilbrigðiþjónustu,“ segir Juan Pablo Uribe hjá Alþjóða bankanum. „Þetta er óásættanlegt ekki síst vegna þess að fátækasta fólkið verður harðast úti.“

Árið 2019 nutu 68% jarðarbúa grunn-heilbrigðisþjónustu. Má nefna frjósemisheilbrgði, bólusetningar, meðferð við HIV, berklum og mýrarköldu. Einnig greiningu og meðferð ósmitandi sjúkdóma á borð við krabbamein, hjartasjúkdóma og sykursýki. En sama má ekki segja um kostnaðinn. „Af þeim sökum eru fátækustu hóparnir og þeir sem búa á afskekktustu stöðunum ólíklegastir til að hafa aðgang að og geta greitt fyrir heilbrigðisþjóustu.

Árið 2012 samþykkti Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna ályktun um fjárfestingar í heilbrigðisþjónustu í þágu allra.

Sjá nánar hér: www.UHCDay.org.